27 nóvember 2005

Myndir ... vonandi þær síðustu :o/

Jæja...




Ég hélt ég væri brosandi á myndunum en það virðist eitthvað hafa farist fyrir.
(þrátt fyrir alvörugefna svipinn er ég sæl)

Komin 39 vikur á leið og kúlan orðin svo mega flott að hún er næstum því orðin gegnsæ á naflanum. Ég tek að ofan fyrir húðinni - ekki annað hægt. Hún er ekkert smá teygjanleg og sterk, sama hvað mæðir á henni þá heldur hún þessu öllu saman í skefjum.

Fyrsti í aðventu og ég dreif mig bara í því að henda upp jólaskrautinu, svolítið furðulegt þar sem það er enn nóvember en leyfilegt þar sem aðventan er byrjuð. Betra að gera það líka núna en seint og síðar meir.

Nú hlýtur þetta allt að fara að koma - er þó að fara í klippingu á fimmtudaginn svo ég vona að ekkert gerist fyrir þann tíma. Skólinn að klárast á miðvikudaginn og ég næ að skila verkefnum í góðum tíma svo það er ekki hægt að kvarta yfir neinu. Ætla að skila öllu af mér nema BA-ritgerðinni í þessari viku svo að ég verði örugg með skil. Kannski bara ágætt að það er enn vika í áætlaðan fæðingadag.

xx Rúna

Lokavikan - skulum við vona


Vika 40 : 28. nóvember 2005 til 4. desember 2005

Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir! Í lok þessarar viku ertu „á tíma“! Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“! Dæmigert.
Barnið er kringluleitara og feitara og í sjálfu sér tilbúið að fæðast. Nú er það 200 sinnum þyngra en það var á 12. viku. Strákar eru oft stærri en stelpur. Barnið vegur nú um 3,5 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 37 sm. Höfuðið er að þvermáli um 9,5 sm. Naflastrengurinn er 50 sm langur. Búast má við að fæðingarhríðir hefjist.

Aðeins 10 af hverju 100 ganga með allt að í 42 vikur. Ætli það verði ekki ég... einhver verður nú að fórna sér :o/

xx Rúna

25 nóvember 2005

Tóta tuttutu og fjögurra ára!

Hún Þórdís Magnea Jónsdóttir er afmælisbarn dagsins.
Til hamingju með daginn elsku Tóta.
xx Rúna og Sverrir

21 nóvember 2005

Veðmál

Þar sem ég hef ekki smakkað áfengi, úff.. hljómar eins og ég sé nettur alki, í heillangan tíma og við saumaklúbburinn vorum einhvern tímann að tala um hvort þetta yrði stelpa eða strákur hjá okkur Sverri kom þessi líka góða hugmynd upp hjá mér að opna veðbanka. Nú man ég ekki hvort ég hafi komið með hugmyndina um að leggja hvítvín eða rauðvín undir þá endaði það allavega sem potturinn og hér er hægt að sjá stöðuna á veðmálinu stóra. Og eins og glökkt augað sér þá gæti staðan ekki verið meira spennandi 6-5 og nær veðbankinn út fyrir landsteina allt til Danmerkur en það er Jacob hennar Tótu :o)

Staðan á veðbankanum er eftirfarandi:

Stelpa:
Kristín, hvítt undir.
Hervör, hvítt undir.
Hildur Björk, stuðlar ekki að drykkju og leggur spádómsviksu sína undir.
Eftir endurskoðun og nánari upplýsingar leggur Hildur eina rauða undir
og tekur því virkan þátt í því að stuðla að drykkju!
Sonja, stuðlar ekki að drykkju og leggur spádómsvisku sína undir.
Hildur Rut, hvítt undir.
Ásta, hvítt undir.
Harpa, rautt undir.

Strákur:
Inga Lára, hvítt undir.
Hildur Sig., hvítt undir
Magga, hvítt undir.
Sæunn, hvítt undir.
Jacob, rautt undir.
Tóta, hvítt undir. Til að jafna stigin.
Hulda Sif, rautt undir!... allir í familíunni hennar
halda að þetta sé strákur.. en í minni stelpa.
Nokkuð merkilegt finnst mér.

Það vantar enn nokkra og eru allir velkomnir að segja sína skoðun, það þarf sko alls ekki að leggja neitt undir nema spádóminn. Þetta er þó endanlega mat hvers og eins á kyni barnsins og má ekki breyta um skoðun - Magga taki það sérstaklega til sín!














súmókveðjur,
Rúna

20 nóvember 2005

Myndir - 38 vikur búnar




Komin 38 vikur á leið og orðin nokkuð leið á því að hafa þessa mega kúlu framan á mér.

Klukkan er þarna um 5:30 um nótt... og ég að reyna að stytta mér stundir því Sverrir var sofandi og prufaði að taka myndir í speglinum, eins og sést á geislanum þarna. Hvað um það... svona lít ég út - alveg að springa.
Óléttubuxurnar komast ekki einu sinni ofar en þetta og maður því alltaf með "plummer" Hve huggulegt er það?

xx Rúna

Vika 39


Vika 39 : 21. nóvember 2005 til 27. nóvember 2005
Barnið mælist nú um 36 sm (sethæð) og vegur 3,4 kg.
Höfuðið er u.þ.b. 9,5 sm að þvermáli.
Kynfæri barnsins eru óvenju stór en það er vegna áhrifa frá þeim hormónum sem þú framleiðir. Þetta jafnar sig nokkrum dögum eftir fæðingu. Nú hægir aðeins á þyngdaraukningu barnsins og undirbúningur fyrir fæðinguna hefst af fullum krafti.
Leghálsinn gæti verið farinn að mýkjast, styttast og þannig að undirbúa sig fyrir að opnast. Slímtappinn gæti einnig farið hvenær sem er en það getur verið merki um að fæðingin verði á næstu dögum en jafnvel fyrr. Þú gætir fundið meira fyrir samdráttum í leginu (kúlan harðnar) en einnig gætir þú fundið fyrirvaraverki. Samdrættir lýsa sér þannig að kúlan verður hörð án þess að konan verði vör við verki. Fyrirvaraverkir eru samdrættir ásamt verkjum sem koma óreglulega og standa oft stutt yfir. Verkirnir eru ekki óbærilegir en óþægilegir. Fyrirvaraverkir hætta oft við hvíld. Það er talið að fyrirvaraverkir geri gagn því þeir undirbúa leghálsinn með því að mýkja hann. Fyrirvaraverkir eru algengari hjá konum sem fætt hafa áður. Byrjandi fæðing lýsir sér með samdráttum ásamt verkjum, oft kallað hríðir eða fæðingarhríðir. Hríðirnar koma reglulega, lagast ekki í hvíld og aukast smám saman, styttra verður á milli þeirra og hver hríð varir lengur. Legvatn getur farið í byrjun fæðingar án þess að hríðir komi strax í kjölfarið en algengara er að legvatn fari í lok útvíkkunartímabils.
_______________________________
Vonandi þarf ég ekki að ganga með barnið í lengri tíma en 40 vikur - held ég eigi ekki eftir að geta athafnað mig almennilega. Nógu anskoti erfitt er að hreyfa sig núna, hvað þá eftir tvær vikur ... HVAÐ ÞÁ EFTIR 4 VIKUR!
Annað gott.
xx Rúna

15 nóvember 2005

Nú liggur vel á mér...

19 dagar til stefnu!
Mamma komin heim.
Mæðraskoðunin í morgun gekk eins og í sögu (fyrst sinn sem ég þyngist ekki milli skoðana... reyndar bara vika síðan ég var síðast í skoðun en við látum það liggja milli hluta)

Krílið alveg til í að koma í heiminn... búið að skorða sig endanlega og bíður líklega alveg eins og við.

Jólin að koma og ég með alla hluti á hreinu loks í skólanum, held barasta að ég útskrifist og alles.

Tóta kemur heim um 26. desember og Sóla ætlar ekki út fyrr en babíið er komið í heiminn. Ásdís verður reyndar í DK en Hrefna kemur heim. Veit ekki enn hvað HB gerir?? Held að Hrafnhildur komi ekki neitt heim... Sonja og familía fara reyndar út en krílið verður pottþétt komið þá því þau fara ekki fyrr en 22. des. minnir mig. Aðrir verða heima um jólin... sem gleður mig óneitanlega því (þó svo að maður hitti svo sem ekki marga) finnst mér alltaf best að hafa alla bara heima.

Ein hnýsin í ferðaplön annarra, múhahah..

Tóta bara orðin mamma - vissi að þetta myndi gerast fyrr en síðar!

Á eftir að fara í 5 daga í skólann og svo bara búið. Er enn að velta fyrir mér hvort einhver vilji ráða mig í vinnu eða hvort ég fari bara beint í master næsta haust.
xx Rúna

13 nóvember 2005

Vika 38


14. nóvember 2005 til 20. nóvember 2005
Þegar þessi vika hefst er barnið fullburða þ.e.a.s. fullþroskað.
Líkamsfitan heldur áfram að þróast.
Sethæðin er nú um 35 sm og þyngdin í flestum tilfellum yfir 3,3 kg.
Í síðustu mæðraskoðun (á þriðjudaginn) reyndist sethæð vera 37 sm
Hin dúnkenndu hár, sem hafa þakið líkama barnsins mikinn hluta meðgöngutímans hverfa nú.
U.þ.b. 14 grömm af fósturfitu tapast nú á hverjum degi.
Hrukkur húðarinnar eru nú horfnar.
Barnið byrjar nú að koma sér fyrir í fæðingarstellingar.
Barnið kom sér í fæðingarstellingar fyrir 6 vikum!
Aðeins fæðast að meðaltali 1 af hverjum 7 börnum neð keisaraskurði.
Í ristli barnsins er heilmikið af fósturhægðum.
Þú hefur líklega mikla þörf fyrir að vera í hreiðurgerð! Margar konur finna hjá sér þörf fyrir að vera að þrífa allt hátt og lágt. Passaðu þig bara á því að vera ekki að standa upp á stól eða tröppu alveg sama hversu mikið ryk þér finnst vera þarna uppi. Mundu að það er mikilvægt að hvíla þig vel og að létt hreyfing s.s. stuttar gönguferðir eru af hinu góða.
Held ég sé með þessa hreiðurveiki af verstu gerð!
xx Rúna

10 nóvember 2005

Saga til næsta bæjar

Strax kominn fimmtudagur. Vikurnar fljúga framhjá manni eins og ég veit ekki hvað. Hitti Hörpu í gær og við fórum í sund. Gaman að geta talað um meðgönguna við hana, vorum þarna eins og tveir hvalir. Það var reyndar líka svolítið fyndið að þegar við vorum að fara ofan í þá fórum við í sturturnar sem eru með svona hliðarveggjum, það eru 3 eða 4 í röð. Á öðrum vegg voru svona ca. fertugar konur, allar með sixpack og enginn í barnasturtunum. Svo þegar við erum að fara ofan í kemur þrjiðja konan/stelpan sem hafði verið í sömu sturtulengju og við tvær og viti menn... hún var líka ólétt! Þetta var sem sagt mjög vel skipulagt allt saman.

Fyrir þá sem ekki skilja: 3 veggir með sturtum. Einn með 3 konum með sixpack annar með 3 konum með bumbuna út í loftið og þriðji veggurinn tómur. Skemmtileg tilviljun.

Svo kom Hervör og horfði á módelin með mér og við spiluðum aðeins og svona. Fór svo að sofa og það er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að ég vakna um hálf fimm leytið og heyri Skvísu koma inn. Hún er eitthvað að leika sér og ég ligg, enn eina nóttina, andvaka. Þegar ég hélt að hún væri að gera gat á nýja fína grjónastólinn minn dreif ég mig fram til að athuga gang mála. Hún er sem sagt EKKI að eyðileggja stólinn heldur að reyna að ná í músina sem hún hafði komið með inn!

Músin var nú nokkuð klár því hún kom sér á eina staðinn sem Skvísa komst ekki að. Ég náttúrulega vippa mér upp á stól með vasaljós í hendi, lýsi á músarhelvítið og kalla á Sverri. Sverrir ofurkarl kom og henti músinni út. Í refsingarskyni lokuðum við Skvísu úti í stanslausri úrhellisrigningu til 11 í dag. Hún reyndi sitt besta að væla og væla fyrir utan gluggann en þar sem ég var svo þreytt eftir hasar næturinnar svaf ég það sem betur fer af mér.

Þar hafið þið það.

xx Rúna sem getur varla hreyft sig lengur

06 nóvember 2005

Vika 37


7. nóvember 2005 til 13. nóvember 2005
Barnið mælist nú í flestum tilfellum 34 sm frá höfði að rófubeini og vegur allt að 3,2 kg.
Höfuðið er orðið yfir 9 sm að þvermáli.
Komið getur fyrir að líknarbelgurinn rifni og fósturvatnið flæði.
Ef þetta gerist ætti móðirin að leita til læknis.
Litlu lungun eru að verða tilbúin til að starfa.
Barnið hefur nú þétt grip með höndunum og kyngir um 750 ml af legvatni á dag.

Það gæti lekið vökvi úr brjóstunum þínum. Það getur lekið við það að þú heyrir barn gráta en það einnig lekið alveg upp úr þurru. Það sem lekur er broddurinn sem inniheldur prótein og mótefni. Broddurinn er hin fullkomna fæða fyrir nýfætt barn, það besta sem barnið fær áður en mjólkin fer að myndast. Barnið getur ekki hreyft sig mikið um þar sem plássið er alltaf að verða minna og minna. Spörkin og bylturnar eru hins vegar kraftmikil. Nú er mjög mikilvægt fyrir þig að fá eins mikla hvíld og svefn og þú mögulega getur. Fæðingin verður auðveldari og þú verður fljótari að jafna þig ef þú ert vel úthvíld.


Nú eru 28 dagar eftir. Við Sverrir erum á foreldranámseiði sem er bara nokkuð gott. Fullt af fróðleik sem við vissum ekki um, gott allavega að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig skref fyrir skref. Eigum einn tíma eftir sem er laugardaginn 12. nóvember og þá fáum við að sjá fæðingu! Veit ekki alveg hvað mér finnst um það - hvort ég eigi eftir að stressast upp?
Mamma er úti í Texas svo að krílið má allavega ekki koma fyrr en 15. nóvember svo að hún missi ekki af þessu öllu saman.

xx Rúna

02 nóvember 2005

Nokkrar myndir




Verður að segjast að ég er nokkuð stærri en Sverrir :o/
Komin 35 vikur og 3 daga, einn mánuður og 2 dagar til stefnu - samkvæmt mælingum.
xx Rúna