21 mars 2006

Núna 15 vikna og 3ja daga



Einar Arnar í góðu tómi einn að strippast... allt til reiðu ef honum dettur í hug að spræna - enda eitt það skemmtilegasta sem hann gerir.


Hmmm... hver er að trufla mann?? - fær maður aldrei að vera í friði fyrir "papparössunum!"


"Ó, ert þetta þú! Mamma papparassi mætt á svæðið"

"Ok, ein pósa fyrir mannskapinn, Zoolander hvað (spyr ég bara)!"
"Hei, var ekki ein pósa nóg? Sko, nú verður maður brjálaður!"

Ahh... öll leiðindi farin út í vindinn - þarf ekki mikið til, bara hjálp við að snúa sér við.


Ein pósa að lokum... Einar Arnar er búinn að uppgötva höfuðið sitt og nýtur þess að halda um það - einhvern veginn bara miklu öruggara.

Einar Arnar er búinn að vera með kvef í nokkuð langan tíma að okkar mati núna og í gær bættist þessi ömurlega hálsbólga við og þess vegna er hann búinn að vera svolítið súr á svip undanfarna daga en það verður að segjast að hann tekur þessu kvefi eins og hetja - mamman bara eitthvað að stressa sig á þessu.

xx Einar Arnar og co.

14 mars 2006

14 - 15 vikna gaur :o)


Smá glott á gaurnum - hver stenst svona svip???

Don Einar Arnar.
Þarna sat ég alltaf þegar ég var komin á síðasta sprettinn- hann er eflaust að rifja upp skemmtilegar minningar þar sem við sátum föst í grjónapúðanum og Sverrir þurfti að toga okkur upp.

Familían í sjálfs-myndatöku. Já, það er sko alltaf tími til að sleika fingurna sína... eða bara reyna að troða öllum hnefanum upp í munninn :o)


Litla krúttið að leika sér í ömmustólnum. Hann er eflaust að hugsa: " hvað í ósköpunum er mamma alltaf að gera með þetta tæki framan í mér - sér hún ekki að ég er upptekinn! "


Sofia Lea stóra frænka mín í heimsókn. Amma hennar prjónaði handa Einari Arnari þessa fínu, fínu lopasokka sem hann er í. Stællinn alltaf í fyrirrúmi hjá mínum manni.


Jæja, jæja, jæja! Einar Arnar orðinn þriggja og hálfs mánaða og er bráðum að fara að byrja í ungbarnasundi - 1. apríl! Við ætlum að fara með Bjössa, Írisi og Sölku (fæddist 10 dögum á eftir Einari Arnari)... ekki amalegt það.

03 mars 2006

3. mars - þriggja mánaða kóngur!

Útskriftardagurinn - Einar Arnar orðinn nokkuð þreyttur á partýstandinu og vill helst komast í rúmi. (Enda ekki búinn að sofa neitt)



Verið að venja hundinn við að hafa Einar Arnar ofan á sér, eins og sést er Muggur svona heldur lítið hrifinn af þessu en lætur sig hafa það.

Muggur vígalegur að leika sér með beinið sitt.

Maður gleymir stundum að taka myndir af allri familíunni saman svo hér erum við öll í góðu tómi - vitanlega að knúsa Einar Arnar.

Er maður líkur pabba sínum á myndinni fyrir ofan eða hvað??? Maður bara spyr!

Í dag er Einar Arnar 3ja mánaða og kveður að sinni með einni núdí-mynd.

xx Einar Arnar og co.