28 febrúar 2006

Nýbúinn að drekka og aðeins að teygja úr mér og njóta augnabliksins!


Fá mér smá lúr í stóra rúminu hans pabba og hennar mömmu minnar.


Bara eitthvað að hanga og ræða heimsmálin.


Í flotta kóngagallanum mínum - ég ætla nefnilega að verða kóngur einn daginn.


Alltaf að æfa mig að halda haus og þá er skemmtilega að horfa á flottu myndirnar á þessum líka fína borða sem mamma og pabbi gáfu mér í jólagjöf.

xx Einar Arnar og co.

p.s. átti að skila rosa góðri kveðju til allra frá mömmu og segi því takk fyrir allar afmæliskveðjurnar!!

21 febrúar 2006

Aftur afmæli!

Já, það er mikið um afmæli í familíunni núna því að í dag á engin önnur en mamma mín afmæli!
Skvísan orðin 26 ára gömul :o)

Ég og mamma að knúsast.

Mamma nýbúin að baða mig, mmmm huggó.

Bless að sinni,

xx Einar Arnar og co.

20 febrúar 2006

Afmæli afmæli


Á laugardaginn átti Erna stóra frænka mín afmæli en Einar Arnar gleymdi sér aðeins en betra er seint en aldrei. Í dag á Mamma hennar Ernu, Ransý systir mömmu, afmæli svo við óskum þeim til hamingju með daginn!
Ég og Erna frænka í góðu tjilli heima hjá mér.


















Ransý frænka að knúsa mig á skírnardaginn minn.
























Hér er ég nýkominn inn úr göngu með mömmu og Muggi - haldið þið að það sé stæll á manni. Í peysunni sem Hervör prjónaði á mig og vestinu sem Ransý gaf mér um daginn.


Til hamingju elsku Ransý og Erna með daginn.


xx Einar Arnar og co.

13 febrúar 2006

Einar Arnar


Nýfæddur




Nokkurra daga





















3-4ra vikna














5-6 vikna



7 vikna

8-9 vikna

Alltaf sama krúttið
Mér datt í hug að gera samantekt á lífi Einars Arnars, svona til að sjá breytinguna en þegar öllu er á botninn hvolft er hann alltaf jafn mikið krútt.

07 febrúar 2006

9 vikna

Verið að skipta á prinsinum ... ein af uppáhalds iðjum
hans!


Hjúkkan kom og mældi Einar Arnar í gær
Eitthvað minnir þetta mann
á storkinn (sem kemur með börnin)


Smá glott í fína ömmustólnum sem
Hervör, Kristín, Ásta og Magga gáfu honum.

Var búinn að vera svo duglegur að halda haus

þegar orkan dvínaði datt maður aðeins á hliðina.

Bara huggó.


Já, maður er líka sjamerandi

úr fókus.


Ligg í vöggunni hennar mömmu og virði fyrir mér

allar fínu myndirnar.

Úff... myndir segja meira en þúsund orð.

xx Einar Arnar og co.

06 febrúar 2006

9 vikna og 2ja daga (samt rétt tveggja mánaða)

Hæhæhæ!

Við ætluðum að vera rosalega dugleg í dag og setja inn nýjar myndir en það er eitthvað pikkles í gangi og myndirnar koma ekki inn. Það er að frétta af okkur að Einar Arnar er orðinn 5.5 kíló (þyngdist sem sagt um 760 gr. á þremur vikum - mamma greinilega með rjóma í brjóstunum :o)

Hvað um það. Einar Arnar er farinn að brosa í gríð og erg, sér í lagi þegar hann er búinn að borða og nývaknaður, þá liggur sko vel á manni. Hann sefur á hverjum degi úti í vagni, allt frá 2 tímum upp í 4 en þá byrja garnirnar að gaula og minn maður vill fá að drekka.

Dagurinn hjá okkur er mjög huggulegur; vöknum um hádegi (eða eitt því þá kemur pabbi heim úr skólanum), fáum okkur að borða og svo leggur Einar Arnar sig aftur - þá úti í vagni. Eftir þann lúr fær hann sér að drekka og vakir í svona 1-2 tíma en það er algjört hámark því litli gaurinn hefur ekki mikið þol í að vaka lengi. Svona um 7 eða 8 leytið leggur hann sig aftur og kúrir í svona 1-2 tíma en þá vill hann láta fylla á "tankinn" aftur.
Þegar hann vakir vill hann helst sitja hjá mömmu eða pabba og ræða málin- hjala smá, brosa og skríkja. Mjög djúpar samræður þar!

Þegar Einar Arnar fer að sofa á kvöldin fer hann alveg einn upp í rúm og sofnar - yfirleitt.

Núna erum við að lesa Bróðir minn Ljónshjarta (lesum aðeins í henni ef Einar Arnar sefur inni á daginn) Honum finnst rosalega notalegt að hlusta á upplestur mömmu sinnar.

Set inn myndir vonandi á morgun.

xx Einar Arnar og co.