06 febrúar 2006

9 vikna og 2ja daga (samt rétt tveggja mánaða)

Hæhæhæ!

Við ætluðum að vera rosalega dugleg í dag og setja inn nýjar myndir en það er eitthvað pikkles í gangi og myndirnar koma ekki inn. Það er að frétta af okkur að Einar Arnar er orðinn 5.5 kíló (þyngdist sem sagt um 760 gr. á þremur vikum - mamma greinilega með rjóma í brjóstunum :o)

Hvað um það. Einar Arnar er farinn að brosa í gríð og erg, sér í lagi þegar hann er búinn að borða og nývaknaður, þá liggur sko vel á manni. Hann sefur á hverjum degi úti í vagni, allt frá 2 tímum upp í 4 en þá byrja garnirnar að gaula og minn maður vill fá að drekka.

Dagurinn hjá okkur er mjög huggulegur; vöknum um hádegi (eða eitt því þá kemur pabbi heim úr skólanum), fáum okkur að borða og svo leggur Einar Arnar sig aftur - þá úti í vagni. Eftir þann lúr fær hann sér að drekka og vakir í svona 1-2 tíma en það er algjört hámark því litli gaurinn hefur ekki mikið þol í að vaka lengi. Svona um 7 eða 8 leytið leggur hann sig aftur og kúrir í svona 1-2 tíma en þá vill hann láta fylla á "tankinn" aftur.
Þegar hann vakir vill hann helst sitja hjá mömmu eða pabba og ræða málin- hjala smá, brosa og skríkja. Mjög djúpar samræður þar!

Þegar Einar Arnar fer að sofa á kvöldin fer hann alveg einn upp í rúm og sofnar - yfirleitt.

Núna erum við að lesa Bróðir minn Ljónshjarta (lesum aðeins í henni ef Einar Arnar sefur inni á daginn) Honum finnst rosalega notalegt að hlusta á upplestur mömmu sinnar.

Set inn myndir vonandi á morgun.

xx Einar Arnar og co.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er aldeilis sem hann stækkar..úff sakna hans:(
Get ekki beðið eftir nýjum myndum, kíki á hverjum degi;)

mánudagur, 06 febrúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home