27 nóvember 2005

Myndir ... vonandi þær síðustu :o/

Jæja...




Ég hélt ég væri brosandi á myndunum en það virðist eitthvað hafa farist fyrir.
(þrátt fyrir alvörugefna svipinn er ég sæl)

Komin 39 vikur á leið og kúlan orðin svo mega flott að hún er næstum því orðin gegnsæ á naflanum. Ég tek að ofan fyrir húðinni - ekki annað hægt. Hún er ekkert smá teygjanleg og sterk, sama hvað mæðir á henni þá heldur hún þessu öllu saman í skefjum.

Fyrsti í aðventu og ég dreif mig bara í því að henda upp jólaskrautinu, svolítið furðulegt þar sem það er enn nóvember en leyfilegt þar sem aðventan er byrjuð. Betra að gera það líka núna en seint og síðar meir.

Nú hlýtur þetta allt að fara að koma - er þó að fara í klippingu á fimmtudaginn svo ég vona að ekkert gerist fyrir þann tíma. Skólinn að klárast á miðvikudaginn og ég næ að skila verkefnum í góðum tíma svo það er ekki hægt að kvarta yfir neinu. Ætla að skila öllu af mér nema BA-ritgerðinni í þessari viku svo að ég verði örugg með skil. Kannski bara ágætt að það er enn vika í áætlaðan fæðingadag.

xx Rúna

23 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert flottust!

mánudagur, 28 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

eg er lika buin ad skreyta hja mer!!hafdu thad gott,hb

mánudagur, 28 nóvember, 2005  
Blogger hs said...

hæ flotta!
heyrðu ég tók nú þátt í þessu veðmáli þarna um daginn , skrifaði bara komment undir vitlaust blogg... þeas.20 nóv held ég.

bara svo það sé á hreinu.

hafðu það gott
knus
hs

mánudagur, 28 nóvember, 2005  
Blogger Rúna said...

Uss... búin að kippa þessu í lið!

xx Rúna

mánudagur, 28 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvísan mín,
já nú styttist svakalega í þetta... Til hamingju með að vera búin í schulen, allavega gott að það er frá!
Kossar Magga

þriðjudagur, 29 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi tér vel elsku Rúna :) var bara ad sjá ad tú ert med bloggsídu núna fyrst!
Ekkert smá flott...enda ekki ad spyrja ad tví!

Baráttukvedjur
x edda hronn

þriðjudagur, 29 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

uuuu....bara ad taka tad fram ad tad ert tú sem ert flott var ekki ad tala um bloggsíduna ;)....tó hún sé mjog fín líka ;)
x edda

þriðjudagur, 29 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

uuuu....bara ad taka tad fram ad tad ert tú sem ert flott var ekki ad tala um bloggsíduna ;)....tó hún sé mjog fín líka ;)
x edda

þriðjudagur, 29 nóvember, 2005  
Blogger Rúna said...

Gaman að heyra í þér Edda, ekkert smá langt síðan. Takk fyrir hrósið... gott að heyra fá komplement á síðasta sprettnum.

xx Rúna

þriðjudagur, 29 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þú er flott :)
Rosa myndarleg og sæt

xxx Asta

þriðjudagur, 29 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

flott bumba....haltu í þér þar til ég kem:)

miðvikudagur, 30 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku systir, ég er svo stolt af þér, þetta fer nú alveg að verða búið og þá kemur litla jólakrílið. eigum við að taka spólu annað kvöld ef þú verður ekki á spítalanum? eitthvað svona sex in the city eða depsterate housewifes stemmningu? jamm ok calll me xxx

fimmtudagur, 01 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ Rúna
Þú lítur rosalega vel út, með sæta bumbu. Ég er búin að vera kíkja á síðuna reglulega vetur og fylgjast með bumbunni þinni :) Ég ætla að giska að þú munir eignast fallegan strák.
Gangi þér ótrúlega vel.
Hlakka til að sjá lítið krútt hérna á síðunni :)

kv. Dísa Rós

ps. Smá fréttir. Er að fara út til Köben í næstu viku, að bíða.

fimmtudagur, 01 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ vona ad allt se undir kontrol hja ykkur og barnid fari ad koma thvi eg hlakka svo til ad sja hvad thad er krutty.
goda helgi
knus og kossar
hb

föstudagur, 02 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju elsku Runa og audvitad Sverrir lika. Gaman ad heyra ad thad se litill grislingur fæddur.
ps.Var thetta ekki voda voda vont?
Knus Hrefna

sunnudagur, 04 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Rúna og Sverrir innilega til hamingju með prinsinn!! Frábært að heyra hvað allt gekk vel og vonandi á það eftir að halda áfram. Hlökkum til að sjá myndir af nýfæddum konung og nýbökuðum foreldrum:)...hehe.

Knús á alla.... frá Gúmmersbach(Þóra&co)

sunnudagur, 04 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ja eg segi allt thad sama,aftur til hamingju med litla hnodrann og ekki hika vid ad setja inn myndir...
10000knus og kossar
hb

sunnudagur, 04 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með litla prins elsku Rúna og Sverrir. Hlakka til að fá að sjá kútinn. Hafið það gott og njótið þess að slappa af með nýja fjölskyldumeðliminum.
KNUS
Inga og Victor

sunnudagur, 04 desember, 2005  
Blogger Asdis said...

Elsku Rúna og Sverrir, innilega til hamingju með litla kútinn. Hlakka til að sjá myndir af honum. kv. Ásdís

mánudagur, 05 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með Sverrisson :)

Kossar og knús
Ásta

mánudagur, 05 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann er algerlega æðislegur. Aftur innilega til hamingju. Vona að honum líki vel við nýja heimilið sitt og hina ferfættu fjölskyldumeðlimi.
Hervör

mánudagur, 05 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Rúna og Sverrir, innilega til hamingju með litla nýja prinsinn. Hlakka til að sjá gersemina! :)

Kossar til ykkar allra,
Magga

mánudagur, 05 desember, 2005  
Blogger hs said...

elsku sverrir og rúna hjartanlega til hamingju með prinsinn.
kossar og knús frá okkur til ykkar.
hlakka til að hitta ykkur um áramótin.

hulda sif og aggi

mánudagur, 05 desember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home