13 nóvember 2005

Vika 38


14. nóvember 2005 til 20. nóvember 2005
Þegar þessi vika hefst er barnið fullburða þ.e.a.s. fullþroskað.
Líkamsfitan heldur áfram að þróast.
Sethæðin er nú um 35 sm og þyngdin í flestum tilfellum yfir 3,3 kg.
Í síðustu mæðraskoðun (á þriðjudaginn) reyndist sethæð vera 37 sm
Hin dúnkenndu hár, sem hafa þakið líkama barnsins mikinn hluta meðgöngutímans hverfa nú.
U.þ.b. 14 grömm af fósturfitu tapast nú á hverjum degi.
Hrukkur húðarinnar eru nú horfnar.
Barnið byrjar nú að koma sér fyrir í fæðingarstellingar.
Barnið kom sér í fæðingarstellingar fyrir 6 vikum!
Aðeins fæðast að meðaltali 1 af hverjum 7 börnum neð keisaraskurði.
Í ristli barnsins er heilmikið af fósturhægðum.
Þú hefur líklega mikla þörf fyrir að vera í hreiðurgerð! Margar konur finna hjá sér þörf fyrir að vera að þrífa allt hátt og lágt. Passaðu þig bara á því að vera ekki að standa upp á stól eða tröppu alveg sama hversu mikið ryk þér finnst vera þarna uppi. Mundu að það er mikilvægt að hvíla þig vel og að létt hreyfing s.s. stuttar gönguferðir eru af hinu góða.
Held ég sé með þessa hreiðurveiki af verstu gerð!
xx Rúna

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hlakka til að hitta ykkur og nýja babyið um jólin!

mánudagur, 14 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ef ég frétti af þér uppi á stól þá er mér (og mörgum fleiri vænti ég) að mæta;) hrikalega er þetta samt SPENNÓ

Hervör

mánudagur, 14 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er samt rosalega erfitt að banna sjálfum sér þegar maður er með þessa þrifsýki, hefði aldrei trúað því upp á sjálfa mig að ég myndi verða svona óð í að hafa allt hreint :oS

mánudagur, 14 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home