16 október 2005

6 vikur eftir!!

Vika 34 : 17. October 2005 til 23. October 2005
Samkvæmt fræðunum er barnið oftast lífvænlegt, þó það fæðist fyrir tímann, ef það hefur náð framangreindri þyngd.
Börn sem fæðast fyrr en hér er um að ræða hafa þó góða möguleika á að lifa vegna nútíma tækni við umönnun fyrirbura.
Neglur á fingrum eru nú fullvaxnar.
Barnið er ansi upptekið við að undirbúa sig fyrir lífið utan legsins. Það æfir sig að sjúga, gerir öndunaræfingar, blikkar augunum, snýr höfðinu, tekur utan um það sem það nær í (hina höndina og naflastrenginn) og réttir úr fótunum. Húð barnsins er að verða mjög mjúk og ekki eins gegnsæ. Barnið vegur nú um 2,1 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 30 sm.
Nú mun barnið nýta sér allt það pláss sem það mögulega getur og þrýsta á allt sem það getur, til dæmis lungun. Ef þér finnst erfitt að ná andanum getur hjálpað að sitja eða standa. Ef þú hefur áhuga á fara á námskeið til undirbúnings fæðingunni eða foreldrahlutverkinu þá er ekki seinna vænna en að drífa sig. Það er líka tímabært að byrja að taka til föt á barnið.

Jís, ekki langt eftir. Búin að redda þessu með fötin, mamma besta ætlar að þvo þau og gera þau til fyrir okkur. Við fórum í bæinn um daginn og keyptum dúnsæng svo það er líka tilbúið. Erna og Friðþjófur komu með vagn sem við ætlum að nota sem útivagn - þau létu okkur líka fá skiptiborðið og baðið! Þá er bara að ná í rúmið hans Sverris til ömmu hans og mamma hans ætlar að redda dýnunni.

Tvær vikur eftir að meðgöngujóganu svo þetta styttist allt saman. Hver segir svo að tíminn líði ekki hratt? Ekki ég allavega. Nú líða vikurnar mega hratt, eiginlega of hratt. Það er samt gott því ég er komin með nett nóg af því að vera eins og bolti um mig miðja, ekkert nema brjóst og magi, íþróttaföt og þrútið andlit.

xx Rúna

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

en spenno hvad er stutt i thetta madur...
hb

sunnudagur, 16 október, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home