29 september 2005

Ný hugmynd

Nú eru komnar 30 vikur og 4 dagar. Þar sem ég er ekki að fara í eitt einasta próf en þarf þess í stað að skila ba-ritgerð, annarri jafnstórri ritgerð í öðru fagi og dagbók í þriðja faginu þá er lang best að barnið komi ekki fyrr en 18. desember - mikil fórn þarna hjá mér; líklegra að ég slitni, þarf að ganga með barnið í 42 vikur í stað 40 og þess háttar en þetta fyrirkomulag hentar best að öllu öðru leyti. Af hverju? jú, ég fæ 2 vikur í viðbót ef þess þarf með ritgerðarskil og papa Svejk getur farið í langflest prófin sín án þess að hugsa um nýfætt krílið! Hann fer í 3 próf og hann verður pottþétt búinn með 2 þeirra, ef ekki öll 3, þann 18. des.

Ohhh... ljúft að vera svona skipulögð - vonandi er "það" líka jafn skipulagt og verðandi foreldrar þess. Lagði þessa tillögu undir Sverri og honum leist mjög vel á hana.
Ég er því hætt við að ganga upp og niður Hallgrímskirkju og keyra yfir hraðahindranir þessar síðustu 2-3 vikur af meðgöngunni, en ég var búin að ákveða það svo að barnið kæmi á réttum tíma.

xx Rúna

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér þykir þú hugrökk :o) Ég sendi þeir seinkunarstrauma... ætti að eiga nóg af þeim eftir Victor letihaug sem nennti ekki út á réttum tíma!!!
KNUS

föstudagur, 30 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ok,thetta er orugglega mest skipulagda medganga EVER.en eg er sammala,thetta hljomar vel,eg krosslegg fingur og vona ad thu krossleggir fætur svo planid gangi eftir..
goda helgi hb

föstudagur, 30 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vo thid verdid ad hefja samningarvidrædur med Sverri/Runu JR:)

föstudagur, 30 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home