14 september 2005

28 vikur og 2 dagar

Skólinn byrjaður á fullu og ég ekki byrjuð á ritgerðinni minni. Ég er þó södd og sæl eftir nýbakaða klatta og gott djúsglas. Ætla að lesa 3 bækur Iðunnar Steinsdóttur í dag ef ég næ og hanga heima - panta pizzu í kvöld og ekki vinna. Nú þarf ég ekki að vinna fyrr en næsta mánudag svo ég get ekki annað en prísað mig sæla með það. Við Muggur skelltum okkur í göngutúr áður en ég bjó til klattana svo góða veðrið nýttist vel.
Sverrir fór á Þjóðarbókhlöðuna svo ég er ein með sjálfri mér.. jú, og auðvitað Muggi og Skvísu. Vonandi eiga næstu dagar eftir að nýtast vel svo ég geti byrjað á þessari $&%%($ ritgerð!

Síðasta vika
Barnið getur verið byrjað að hiksta og gerir það oftast þegar þú ert að hvíla þig. Augun eru að byrja að opnast og barnið er nú þakið fósturfitu. Á næstu vikum mun barnið stækka meira og samsvara sér betur og betur. Barnið vegur nú um 1 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 25 sm.

Þessi vika, vika 29.
Barnið hefur nú bætt á sig og er að verða bústnara. Öndunaræfingarnar eru ennþá reglulegri og stöðugri með minni hvíldum inn á milli. Barnið vegur nú um 1.15 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 26 sm.

xx Rúna

2 Comments:

Blogger Thordis said...

Mig langar i nybakada klatta:(

fimmtudagur, 15 september, 2005  
Blogger Asdis said...

Mig líka

föstudagur, 16 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home