22 ágúst 2005

26. vika... og staðan góð


Vika 26 : 22. August 2005 til 28. August 2005
Barnið er 23 sentimetra langt í sethæð og vegur yfir 850 gr.
Fæturnir mælast 5 sm.
Barnið getur nú opnað og lokað augunum.

Jæja, já. Komin á 26. viku og get ekki beðið eftir að halda áfram, hætta að vinna, byrja í skólanum og njóta lífsins eða já, hafa áhyggjur af því að eiga ekki nægan pening! Námslánin eru mega lág, nú loks skil ég námsmenn sem þurfa að lifa á 65 þús krónum á mánuði. Ekki skrýtið að magasár og höfuðverkur hrjái margan námsmanninn þessa daga.

Er ekki lengur svo viss um að þetta sé stelpa eftir að Ásta sagði við mig á laugardagskvöldið: "...og þetta er strákur..." fékk allt í einu á tilfinningunni að hún hefði rétt fyrir sér. Það er svo rosalega erfitt að vita ekki hvaða kyn þetta er þegar maður er svona últra forvitin manngerð.

Nú fer sumrinu að ljúka og allar dk-dömurnar að flýja heim eftir sumarið. Men, ég fæ bara í magann við tilhugsunina, var að tala við Tótu og hún að segja mér að þetta væri síðasta vikan hennar hérna. Mér fannst svo langt í 30. ágúst en þegar maður hugsar þetta í vikum þá er þetta svo stuttur tími. En er þá ekki bara spurning um að líta á björtu hliðarnar, þær (dk-dömur) sleppa við að hlusta á sívaxandi kvartanir mínar um meðgönguna og ekki vill maður eyða þessum fáu orðum sem fara á milli landanna í kvartanir og kvein.

Er á leið í mat í Mosó... þ.e. ef ég get komið mér á leiðarenda ein og óstudd.

xx Rúna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home