30 júlí 2005

Kirkjubæjaklaustur!

Komin heim eftir ansi skemmtilega daga úti á landi. Fórum á Jökulsárlón ásamt öllum túristum suð-austurlands, það verður að segjast að þetta er einn fallegasti staður landsins. Það þarf víst ekki mikið til... nokkrir ísklumpar, sumir hvítir aðrir með bláan lit í sér (sem er nb! tálsýn) restin er svo þakin sandi.
Hélt reyndar að ég væri meiri "camper" en ég er í raun. Fannst bara frekar gott að vera eina nótt og koma svo heim, ætluðum að vera tvær nætur, ákváðum klukkan 23:30 í gærkvöldi að pakka saman og bruna heim. Sverrir náttúrulega með mega ofnæmi en hann stóð sig eins og hetja, eyddi bara 6 pökkum af tissjúi en hvað er það þegar maður er í útilegu.

Já, þetta var fyrsta útilegan sem við "familían" fórum í, Skvísa var reyndar eftir heima, en einhver þarf að tækla innbrotsþjófana ef þeir koma. Muggur var vitanlega í himnaríki, úti allan daginn og allt morandi í hundum. Sverri sniðuga datt í hug að taka rúmið hans með og það var mega hómí að hafa hundarúmið í tjaldinu.

Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta frábær ferð, komum heim 2:30 í nótt, vöknuðum í hádeginu í dag og bökuðum Canadian pancakes "a la Sverrir"

xx Rúna

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hljomar eins og hin fullkokmna utilega i minum eyrum;ekki og løng..
hb

mánudagur, 01 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni...fullkomin :-D

Ásta

þriðjudagur, 02 ágúst, 2005  
Blogger Rúna said...

já, sammála því! Hin fullkomna "stærð" ekki of stutt og ekki of löng.

miðvikudagur, 03 ágúst, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home