21 júlí 2005

Ljósmóðurferð

Fórum til Ljósmóðurinnar okkar í gær. Ný kvennsa í þetta sinn, ekki þessi týpa sem leyfir manni að kvarta. Spurði hvort ég væri ekki bara hraust og áður en ég gat svarað sagði hún; "frábært, gott að heyra að þú ert heilsuhraust" ... gott í raun að hafa svona hörkukellu, kemur ekki annað til greina en að vera hraust, sem og ég er.
Sagði að hreyfingar barnsins gæfu best til kynna um að allt væri í lagi, þá fór maður strax að hugsa til baka hvort krílið væri up and going allan daginn en það er víst ekki málið. Það hvílir sig víst líka inn á milli.

Mamma búin að kaupa þennan glæsilega vagn í Baunalandi og Friðþjófur ofurmágur fann hann, tók það sérstaklega fram.

Héldum köku/ís og fantaveislu til heiðurs pabba í fyrradag. Fór reyndar ekki í heimsókn til hans en ætla að fara með eitthvað huggó til hans í dag eða á morgun.


Hmm... munið þið eftir kökunum sem maður kaupir í Hagkaupum, vanillukaka með bleiku glassúri. Virkar ekki neitt verulega spennandi en er síðan svona fanta góð. hmmm... já, hún kláraðist meira að segja, Tómas hámaði í sig af bestu list. Reyndar ekki svo mjög stór en gæðin felast ekki í því.

xx Rúna

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehe, já það þarf örugglega að hvíla sig slatta mikið, er að vaxa svo mikið og dafna. En hvaða kaka var uppáhaldskakan?

Hervör

fimmtudagur, 21 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með pabba þinn elsku drúbí mín, gaman að heyra að þið séuð enn að fá ykkur fantaís. Mér fannst það alltaf mikið stuð þegar ég kom í heimsókn í gamla daga að fá fantaísinn ;>

bið að heilsa bumbunni og Sverri

Kossar
Magga

fimmtudagur, 21 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef aldrei þorað að kaupa þessa með bleika glassúrinu, verð greinilega að smakka:)

fimmtudagur, 21 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ja madur mig langar lika i thessa med bleika kreminu.verdur madur ekki soldid thyrstur af henni?

fimmtudagur, 21 júlí, 2005  
Blogger Rúna said...

Kakan góða er nefnilega ekki þurr, ótrúlegt en satt.

föstudagur, 22 júlí, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home