26 júlí 2005

Það var þá að maður ætlaði að vera lady for a day..

Jesús! Sit inni í 29 stiga hita, með hinn svo kallaða bakaraofn á fullu svo ég get sagt með fullri einlægni að ég er að drepast úr hita! Maður orðinn nett klístraður, augun þurr þar sem ég er með þrjár viftur á fullu í kringum mig, linsurnar nánast skorpnaðar af þurrki.

Krílið búið að vera í loftfimleikum í allan dag, ég reyndar búin að vera á fótum síða 6 í morgun. Klæddi mig í mitt fínasta tau, fór út að röllta með Mugg, allt í góðu með það. Hann er aldrei í bandi hjá mér heldur á að ganga í hæl, hann var svo mega spenntur að fara út í sólina og út á Valhúsahæð að hann hélst ekki alveg í hæl, ég tók í feldinn á honum og hann snýr hausnum að mér, strýkur bumbuna með þessum indælis munni sínum... nb. það var einnig heitt úti í morgun, jæja, hann er því með nokkuð mikið slef. Ég held náttúrulega að slefið þorni og ég verði aftur fín sem dama - neibbs, ég mæti í vinnuna og lít á útþandan belginn, hugsa með mér mmmm.... litla sæta krílið að sparka, sé ég þá ekki afganginn af Muggi út um allt á bolnum, upp á túttur og alles....

Eins og við vitum flest þá er dömuhliðin mín ekki mín sterkasta hlið, ma'r reynir svona stöku sinnum að vera fín og svona en þá kemur í ljós að "I'm not destined to be posh"

xx Rúna

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha....svona eru hundar!
Ace

þriðjudagur, 26 júlí, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home