25 júlí 2005

Laugardagur til sólar og sunnudagur til þoku

Helgin var mega fín, átti æðislegan laugardag, sólin steikti mann og annan... þar á meðal okkur stelpurnar! Kriss og Magga komu inn eftir góða útiveru fallega rauðar á ýmsum stöðum. Ég sem hélt að ég væri komin með krókudílahúð eftir Mexico var rauð og fín á nefi og kinnum. Átti yndislegt kaffiboð með Maxy, Ace og Kriss, að ógleymdum Muggi.

Komst að því þennan dag að besti kaupfélagi minn er Kriss rokk, eftir annasaman dag snæddum við saman soðnar pylsur með tívolítómatsósu og öðru meðlæti. Skelltum okkur í innflutningspartý til Ingu en mamma cool var þreytt eftir... hmmm, ekki neitt og ákvað að fara ekki í bæinn hélt heim á leið með Snoop eftir góðan bíltúr í Mosó þar sem við skutluðum Golla heim. NB! Golli sem hélt í rólegheitunum heim til sín sá einhvern gaur kíkja inn um eldhúsgluggann hjá familíunni og sá fékk að heyra skammirnar.

Sunnudagurinn var þokukenndari en laugardagurinn en rættist heldur betur úr honum, náði að koma skikk á íbúðina og endaði það reyndar með ömmustælum og mín varð að liggja fyrir eftir kvöldmat með bakverki. Golli og Sverrir elduðu frábæran mat, dekruðu við mig bak og fyrir, mmmm swííít.

xx Rúna

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já laugardagurinn var alveg frábært. Geðveikt gott veður :-D
Vonandi að sumarið verði svona áfram!!!

mánudagur, 25 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

BTW this was Ace

mánudagur, 25 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

va hljomar ansi vel,thessi helgi.hlakka annars til ad sja ibudina,numer hvad er husid eiginlega?svo eg rati thegar eg kem thu veist..
hb

þriðjudagur, 26 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Melabraut 5! Kjallari, bíð spennt eftir að fá þig í heimsókn. Kemur Anders með þér eða kemur hann seinna?

Rúna

þriðjudagur, 26 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

úff, ekki slæmt að hafa tvo svona myndarlega karlmenn að dekra við sig;) miðað við karlmannsleysi vinkvenna þinna mæli ég með því að þú sért ekki að frekjast á fleiri en einn karl eða deilir allavega með okkur hinum af velgjörðarmönnum þínum.

vúsí vús
hervör

þriðjudagur, 26 júlí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

en hvaða frík var að horfa inn um gluggann á hjá familíunni? Shit, þetta er sko ein af mínum martröðum, ekki sú versta þó, því eins og ég deildi með ykkur hjá Ingu þá er ég alræmdur fjöldamorðingi í draumalandinu.

þriðjudagur, 26 júlí, 2005  
Blogger Rúna said...

Hehehehehe, góð Hervör! Það er svona að vera að læra þegar þér er boðið annað

þriðjudagur, 26 júlí, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home