22 júlí 2005

Mamma sæta komin heim

Gjörið svo vel!
Eftir vel heppnað pizzukvöld með Papa Sveik and the Pussycats lá ég með mega magaverk. Eins og aðstandendur sáu gat ég ekki staðið upp og kvatt liðið, Sverrir náði í bumbukremið og meðan síðari hluti Aðþrengdra eiginkvenna var í loftinu, bar ég það á magann og viti menn, fékk svo sterkt spark frá krílinu og fóturinn/hendin/höfuðið kom nánast út úr maganum. Eftir nokkur "loftútköst" róaðist allt og við muggur hentum okkur í rúmið. Já, Papa Sveik stakk af með Jóni Gunnari og Bjössa á Prikið og Vegamót.

Var að tala við mömmu og hún, Erna, Friðþjófur og familía lentu rétt eftir miðnætti, vagninn sem hún keypti handa 26 sentimetrunum bíður okkar samansettur hjá E og F í kvöld... það vilja allir vera viðstaddir þegar við fáum að sjá vagninn.

Þeir sem vilja grilla á laugardagskvöldið láti mig vita, gætum grillað um 18 og farið svo í innflutningspartýið hennar Ingu Láru.

xx Rúna

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

úff, ég greinilega missti af magaleikfiminni. Held annars að heimabakaðar pizzur séu mikil storkun with the ways of the stomach, hef oft lent í slíku. Sá matur var reyndar aftur á boðstólunum í gærkvöldi hjá hinni fríðu móður minni og hún sveik engan.

hervör

laugardagur, 23 júlí, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home