17 ágúst 2005

25. vika!

Vika 25 : 14. August 2005 til 20. August 2005
Hið ófædda barn mælist um 22 sm og vegur 750 gr.
Kynfærin þróast til fullnustu.
Leggöng stúlkna eru fullsköpuð.




Jæja, þar sem ég held þetta sé lítil dama sem sparkar í mig dag og NÓTT, já, það er ekki verið að hvíla sig þegar maður reynir að fá nætursvefn, þá er þetta staðan á "henni" þessa dagana.

men, ég hélt að spörkin sem ég hef fundið hingað til væru bara allt og sumt, fann vel fyrir þeim og svona en aldrei bjóst ég við því að ég finndi fyrir spörkum niður í minn æðri hluta. Greinlegt að kríli-coolio er frískt og til í slaginn þegar þar að kemur.

Núna er barnið sem sagt 22 sm frá rófubeini upp til hvirfils en ef það teygir úr sér er það miklu miklu stærra kannski 30 sm eða eitthvað!

xx Rúna

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það eru aldeilis augnabrúnir á dömunni ...minnir bara soldið á Gallanger bræðurna!

föstudagur, 19 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já eða eins og íþróttafréttamaðurinn þarna þessi rauðhærði!

mánudagur, 22 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

vó hvað þetta er skrítið að sjá svona lítið kríli :-D

Ég verð samt að finna spark fyrir 1.des :)
Ásta

mánudagur, 22 ágúst, 2005  
Blogger Rúna said...

Offfff kors ásta! Þú getur nánast alltaf fundið núna spark, get ekki sagt að þetta sé rólegt kríli sem hvílir sig meiri hluta dagsins o, nei.
xx Rúna

mánudagur, 22 ágúst, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home