09 ágúst 2005

Þar sem áhuginn á krílinu er svo gríðarlega mikill...

24. vika
Barnið þyngist nú um meira er 85 gr á viku, og vegur nú um 650 gr, mælist 21 sm í sethæð.
Augnabrúnir sjást greinilega.

Já það er orðið bara nokkuð stórt, held það mælist um rétt tæpa 30 sm ef það teygir úr sér. Núna er allt á fullu og barnið greinilega að hita upp fyrir skemmtilegt líf, fer í hringi, æfir box/kickbox og þess háttar. Ég bara get ekki beðið eftir að fæða, búin að fá að vita hjá einum kennaranum mínum að jólaprófin reddist alveg, þ.e. ef krílið lætur bíða eftir sér eða ég fæði sama dag og prófið er þá sagði hann að það væri minnsta mál við myndum finna út úr því. Þá er bara eftir að ná í hinn kennarann minn og heyra í honum hljóðið. Svo þarf ég ekki að skila ritgerðinni minni fyrr en eftir áramót svo þetta verður splendid vetur!

Að öðrum efnum... mamma krútt, gaf mér og Sverri þvottavél í gær svo að þið, mínar kæru vinkonur, getið átt von á mörgum matarboðum heim til mín! Ef þið viljið hittast í þessari viku og elda með mér og mínum látið mig vita! Hvernig líst ykkur á fimmtudaginn eða föstudaginn. Já núna kemur í ljós hvort þið kíkið á síðuna eður ei.. heheheh
Nú er hann Sverrir super-pussycat að setja vélina upp svo ég er mega spennt að komast heim úr vinnunni.

Jæja, kossar og tilheyrandi frá mér,
Rúna

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með maskínuna!

þriðjudagur, 09 ágúst, 2005  
Blogger Rúna said...

Úbbosí!
Já auðvitað meina ég uppþvottavél.

xx Rúna

miðvikudagur, 10 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

já til hamingju kæra fjölskylda, bara lúxus á ykkur. Krílið hefur örugglega eflst heilmikið við fjallaförina, sérstaklega eftir frábæru fjallgönguna. Rúna sannaði þar enn og aftur hve mikil kjarnakona hún.

hlakka til að losna við uppvaskið á morgun,
Hervör

fimmtudagur, 11 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

o ja,eg kem og lofa ad skilja eftir matarleifar a disk og glasi sem einungis uppthvottavel er fær um ad spula af..
ses hb

fimmtudagur, 11 ágúst, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home