08 september 2005

Þeir sem viðkvæmir eru mega halda sig heima. Veit ekki alveg hvort ég skrifa fyrir mig eða aðra, reyni stundum að segja hlutina á fallegri hátt en þeir eru. Þá gengur maður bara fram af fólki. Veraldarvefurinn býður mann velkominn og auðvelt er að skrifa niður og senda á vefinn en hve langt á maður að ganga. Ég ætlaði mér að nótera niður atriði sem ég vil ekki gleyma á meðan ég geng með krílið en svo kemur að því að ef eitthvað hrjáir mann þá vill maður ekki opinbera það fyrir öllum. Já, komin með lausnina. Orða hlutina bara á eins ópersónulegan hátt og ég mögulega get. Lesi þeir sem lesa vilja.

Svefn: lítill sem enginn. Loks þegar ég sef heila nótt er ég vakin við það að tveir strákar eru á hjólabrettunum sínum í innkeyrslunni okkar. Ég vakna og hleypi Muggi út, lít eflaust ekki sérlega vel út - enda nývöknuð. Bið strákana að færa sig, kannski ekki að vera á hjólabrettunum sínum fyrir 9 á morgnana fyrir utan hjá mér. Er ég orðin að þessari leiðinlegu kerlingu sem þolir ekki neitt? Á ég kannski að vera vöknuð; byrjuð að læra; búin að setja í vélina og hengja upp. Kökurnar í ofninum og allt hreint heima hjá mér?

Andadráttur: Erfiður. Hlusta á sjálfa mig anda, hljómar eðlilega en það er eins og lungun séu fyrir. Anda djúpt til að ná inn sem mestu andrúmslofti svo ég þurfi ekki að anda oft.

Hjarta: Speeeeeedy Gonsales. Það er best að standa því annars þjappast allt sem er inn í mér utan um hjartað og það nær ekki að vinna vinnuna sína - vil sem sagt að það slái án þess að ég finni fyrir því. Ekki hægt að sofna á kvöldin nema eyða góðri stund í að ræða við það um að tjilla aðeins, rétt á meðan ég sofna.

Matur: mmmm... já, það er gott að borða ég neita því ekki en það kemur allt aftur upp í kok. Það er eins og ég troði mig fulla í hverri máltíð, sem ég náttúrulega geri alls ekki, hehehe. Hálftími líður og maturinn hefur ekki komist niður heldur stendur fastur í mér. Rop. Þarna kom maturinn með. Ömurlegt þetta bakflæði.

Til að líta á björtu hliðarnar segi ég þetta: Gott að ég er ekki svefnvana hjartasjúklingur með bakflæði sem er kominn með veik lungu eftir miklar reykingar í gegnum árin. Heyr heyr!

xx Rúna

3 Comments:

Blogger Thordis said...

púha, hljómar ekkert rosalega vel. Mikilvægast bara að þið mæðkynin eruð heilbrigð og barasta 3 mánuðir eftir....Spennó!

fimmtudagur, 08 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ja thetta er snuin stada.hef thvi midur engin rad vid eninu vandamali,nemna kannski hjolabrettastrakana;thad eina sem dugir a thessa gemlinga er riffill,geymdur undir ruggustol sem thu situr i.sudurrikjastemmning sem stendur alltaf fyrir sinu.
goda helgi hb

föstudagur, 09 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ææ..nei ég hef heldur engin ráð. En tíminn verður fljótur að líða. Músimús verður kominn út áður en þú veist af.

Ég get samt reynt að redda rifli fyrir þig ef það er málið ;)

sunnudagur, 11 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home