04 september 2005

Komandi vika

Vika 28 : 5. September 2005 til 11. September 2005
Barnið hefur nú náð um það bil þriðja hluta af væntanlegri fæðingarþyngd.
Það vegur u.þ.b. 1150 gr og mælist 25 sm í sethæð.
Fætur mælast nú næstum 5,5 sm.
Hárin á höfðinu eru orðin hlutfallslega löng.
Barnatennurnar undir gómnum eru myndaðar.


Ekkert smá raunveruleg mynd af barni. Gaman að það er mynd af krúttlegu barni með kafloðnar augabrúnir.

Komin aftur í vinnuna og skólinn byrjar á morgun. Fegin að allt sé komið á fullt aftur - tíminn líður þá mun hraðar og þar að leiðandi styttist óðfluga í fæðinguna. Byrja í meðgöngujóga núna á þriðjudaginn 6. sept., það verður spennandi að sjá hvernig það er. Hugsa að ég verið pottþétt í því í 2 mánuði og sé svo til hvernig ég er. Hef aldrei farið í jóga áður svo ég fer ótroðnar slóðir þar.

Annars bara allt gott að frétta af mér og Sverri, fórum í afmæli til Hildar Rutar í gær, fengum þar dýrindis máltíð að hætti Hildar - ekki er maður svikinn af Hildi.

xx Rúna

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gaman að fylgjast svona með lillanum. Þetta styttist Rúna mín;) og ég skal sko sjá fyrir efni til að stytta þér stundir eftir 15. sept, ef ég þekki mig rétt eru mínir skandalar þetta árið sko ekki búnir;)
....hervör

sunnudagur, 04 september, 2005  
Blogger hs said...

hæ hæ
sverrir var að benda mér á síðuna.
gaman að fá að fylgjast með:)

hafið það gott

knús fra köben

huldasif

þriðjudagur, 06 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Rúna mín...gaman að fylgjast með ykkur!! Knús knús
Hrefna

miðvikudagur, 07 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home