30 ágúst 2005

Jebbsídebbsí!

27. vika!
Þar sem barnið hefur nú stækkað svo mikið er að verða aðeins þrengra um það í leginu. Börn sem fæðast við 27 vikna meðgöngu hafa góðar líkur á að lifa af. Barnið hefur stundað öndunaræfingar af og til en nú verða þessar öndunaræfingar reglulegri og stöðugri. Nú hafa myndast fellingar á yfirborði heilans sem nú þroskast mjög hratt. Það er rétt að geta þess að ef barn fæðist fyrir tímann heldur þroskinn áfram utan legsins en börnin eru þá venjulega höfð í hitakassa og eru tengd við öndunarvél. Barnið vegur nú um 920 grömm og lengd frá höfði að rófubeini er um 24 sm.

Enn styttist í fæðinguna! Núna er hægt að sjá nánast allar hreyfingar krílisins með berum augum, þokkalegt það.
Vorum að enda við matarboð, ég og Sverrir, foreldrar hans, systkini og amma komu í mat. Hélt á tímabili að við hefðum eldar allt of lítinn mat en það bjargaðist rétt fyrir horn sem betur fer.

Bíð spennt eftir að byrja í skólanum, komin með leið á að vera í sumarfríi þó svo það sé ekki einu sinni vika síðan ég byrjaði í því.

Erna systir kom heim frá Florída á sunnudaginn var, hlaðin barnafötum og annað eins kemur þegar Ransý kemur heim á föstudaginn. Hún sagði mér að þær hefðu gjörsamlega tapað sér í barnafatabúðunum.

Jæja, best að skunda á vídeóleiguna með Sverri þar sem það eru nú ekki mörg verkefni sem bíða manns á morgun og um að gera að njóta þess að vaka fram eftir : o)

xx Rúna

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þið eruð rosalega dugleg í matarboðunum, ekki að spyrja að kraftinum í þér. þetta er svo mega skemmtilegur tími þegar skólinn er að byrja, öfunda þig;)

þriðjudagur, 30 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra hvernig Sverrir Jr. dafnar:)

miðvikudagur, 31 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ja thad er svaka martha stewart/betty crocker ofurhusmodur kraftur i gangi,finn straumana alveg hingad and I like it.hlakka til ad sja litla grislinginn i thessum nyju baby fotum...
hb

miðvikudagur, 31 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

já þvílík húsmóðir í þér!!!

Þú stendur þig vel :-D

fimmtudagur, 01 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home