23 ágúst 2005

Mæðraskoðun

Nú hef ég sko fréttir að færa. Fórum áðan í skoðun og hittum ljósmóður og lækni. Mér var náttúrulega skellt á viktina og viti menn, rauk hún ekki bara upp í óhóflega háa tölu mér til mikils ama. Ljósmóðirin benti mér þá svo vinsamlega á að ég væri í mjög þungum buxum! Hún kann sko sitt fag.... mér leið allavega miklu betur.

Þar sem við erum komin vel yfir hálfa meðgöngu fáum við að fara heim með upplýsingarnar um mig og barnið. Svo kom að því að hún hlustaði á hjartsláttinn og það tók sinn tíma, ég var meira að segja orðin stressuð að það væri eitthvað að! Heyrði alltaf mjög daufan hjartslátt en svo rauk hann upp en var ekki nógu hraður að mínu mati. Hún sagði okkur þá að hún hefði alltaf heyrt bara í fylgjunni, segir mér svo sem ekki mikið enda hélt ég að hún gæfi ekki hjartslátt frá sér. Hvað um það, að lokum sagði hún okkur að þetta hlyti bara að vera STRÁKA hjartsláttur þar sem hann var "hægur"

Ásta, þú ert snilli, komst með svarið síðasta laugardag. Nú er ég algjörlega viss um að þetta er strákur. Lítill papa sveik!

Svo ég haldi nú áfram að tala um mig og mínar hugleiðingar þá spurði ég þær hvort ég gæti ekki alveg farið í prófin um jólin ef þau eru ekki sama dag og ég fæði þá sögðu þær mér að það væri allt í góðu, kannski ekki daginn eftir fæðingu eða 2 dögum eftir hana en annað væri í góðu lagi ef ég verð heilsuhraust.

xx Rúna

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sko...viti menn :-D
Það allavega styttist í þetta óðum. Maður er þvílíkt spenntur!!!!!

En gott að þú komist í einhver próf sætust :)

Ásta

þriðjudagur, 23 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

oh en spennandi.gott ad heyra ad allt gengur vel.eg veit nu ekki alveg hvernig eg ad tækla thetta med ad stelpan geti verid strakur,eg tharf ad hugsa thetta allt upp a nytt..
takk ædislega fyrir sidast
hb

miðvikudagur, 24 ágúst, 2005  
Blogger Asdis said...

Það var að vísu sagt við mig í mæðraskoðun að barnið hefði dömulegan hjartslátt en svo kom bara Snorri í heiminn, ekkert dömulegur.
kv
Ásdís

miðvikudagur, 24 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að allt gengur vel, þú hefur heilan her af fólki sem er tilbúið að hjálpa þér og Sverri ef þið þurfið að skjótast í próf svo það ætti nú ekki að verða vandamál. Vonandi hefur það lífið bara á því að virða föður sinn og móður og velur tímasetninguna með tilliti til ykkar..... kannski Sverrir geti talað við krílið um það;)
Bið að heilsa litlu manneskjunni og ég hef enga hugmynd um hvort kynið það er, enda skiptir það engu máli. það þarf samt kannski að fara að jafna hlutföll kynjanna í börnum saumó,

hervör

miðvikudagur, 24 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu beib, last day at work. Nú er kominn tími til að njóta. Til hamingju;)
Hervör

miðvikudagur, 24 ágúst, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg á því að þetta sé Sverrir JR. sem er i mallanum á þér. Sverrir er svo mikill rólindismaður þess vegna var JR. með svona afslappaðann hjartslátt:)

miðvikudagur, 24 ágúst, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home