12 september 2005

Þórbergur Þórðarson

Ég er í námskeiði sem kallast: Málstofa: Þórbergur Þórðarson og er það námskeið hreinasta snilld held ég barasta. Ég hef aldrei komist í gegnum bók eftir Þórberg þar sem hann er svo "assgoti" smámunasamur í lýsingum sínum. Það þýðir ekki að kvarta lengur yfir því, þar sem ég á að komast í gegnum nokkuð myndarlegan hluta bóka hans. Ég er til að mynda búin með hundrað blaðsíður af hundrað og sextíu í bókinni Steinarnir tala og enn er hann að lýsa innviðum húsanna sem voru á staðnum. Það er ekki þar með sagt að þetta séu leiðinlegar lýsingar heldur gæðir hann hlutina sem hann fjallar um hverju sinni svo áhugaverðu lífi að mér finnst nútímamenn vera skynlausar skepnur. Fyrr á tímum sagði fólkið í sveitinni að dýrin væru skynlausar skepnur og hengdu því ketti óspart í loftinu í fjósinu án þess að fá samviskubit en mér finnst menn nú til dags hálf skynlausar skepnur.
Fyrir þá sem vilja taka þátt í lestri bóka Þórbergs eða kynna sér hann nánar geta farið á heimasíðu um hann: www.thorbergur.is

xx Rúna

2 Comments:

Blogger Rúna said...

Held það sé best að enginn smelli á þenna adwareremover link... gæti verið vírus eða eitthvað... kann ekki að eyða þessu út há viðkomandi
xx Rúna

mánudagur, 12 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

flott nýja útlitið...

mánudagur, 12 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home