27 september 2005

Vika 31


Vika 31 : 26. September 2005 til 2. October 2005

Komin 30 vikur og 2 daga á leið ... 68 dagar til stefnu ;o)

Augun eru nú alveg opin og barnið greinir ljós og myrkur, t.d. þegar sterkt ljós lýsir á kúluna.
Barnið getur blikkað eða lokað augunum. Heilastarfsemi barnsins er mjög virk. Barnið er yfirleitt sofandi þegar þú ert vakandi en vakandi þegar þú ert sofandi. Barnið vegur 1,7 kg og mælist 28 sm frá rófubeini að hvirfli í setstöðu.

Nú gæti komið í ljós slit á húðinni á maganum en það er ekkert víst. Nú stendur kúlan alltaf meira og meira út í loftið og þess vegna þarftu að gæta að jafnvægi.

Allt gott að frétta af mér, get reyndar varla andað en látum það liggja milli hluta. Orðin stressuð með skólann því leiðbeinandinn minn er búinn að tefja mig svo rosalega mikið með því að lesa ekki bækurnar sem ég ætla að skrifa um og vill ekki að ég byrji fyrr en hún er búin að lesa þær! Er endalaust að senda henni póst og kvabba á henni en hún alltaf jafn pollróleg. Fer í tíma til hennar á morgun og sjáum hvað setur þá.

Kriss; vonandi var afmælisdagurinn góður!



xx Rúna

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

haha, svona 'hvað er þetta'-svipur á mér :Þ Þetta er eflaust ekki eina myndin af okkur hs :O)

kr

fimmtudagur, 29 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home