18 september 2005

30. vika

Vika 30 : 19. September 2005 til 25. September 2005
Barnið getur nú bæði fundið bragð og skynjað sársauka.
Það er 27 sm og vegur 1,5 kg.
Höfuðið er næstum 8 sm að þvermáli.
Fæturnir næstum 6 sm langir.
Hrukkótt húðin sléttast mikið.
Hjá drengjum eru eistun nú komin niður í nára.
Barnið stjórnar nú sjálft líkamshita sínum.

Uss... 30. vika komin. Fyrst fannst mér 20. vika vera eins og ég væri komin á leiðarenda en þá kemur í ljós að það er annað eins eftir af meðgöngunni. Þá horfði ég til 30. viku og fannst að þegar það er komið þá er ég búin að vera ansi lengi ólétt úfffff... ÞÁ hlýtur þetta að verða búið, nú er svo komið að 30. vika er að byrja og ég enn ólétt. Sem er gott, mér finnst þetta alls ekki leiðinlegt, hefur reyndar komið í nokkrum hrinum svona - ohh. væri til í að þetta væri búið - en það er alls ekki upp á teningnum núna. Það er eins og að kúlan jafni sig inn á milli, taki stökk og þá er ég alveg að brjálast af strekkingum og slíku en svo stendur þetta allt í stað - líkaminn virðist aðlaga sig að hverri breytingu sem ég hef gengið í gegnum, þ.m.t. þrengra fyrir öndun, mat og þess háttar.

Ég get ekki beðið eftir að ganga í gegnum þessa fæðingu, að geta komið heilu barni út úr sér ekki eitthvað sem maður vill miss af. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður en þetta verður örugglega saga til næsta bæjar -- að mínu mati allavega-- vó, fæ bara fiðring í magann við tilhugsunina. Jæja, já, best að fara á vit ævintýra Þórbergs og kolbíta miðaldasagnanna.

xx Rúna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home