21 september 2005

Veit ekki hvað skal segja



Fór í mæðraskoðun í gær og þar sem krílið er búið að skorða sig nokkuð vel þá vilja þær, ljósmóðirin og læknirinn, að ég hætti að vinna. Þannig er mál með vexti að í fyrradag hélt ég að barnið ætlaði að koma sér út, það sparkaði, að mér fannst, alveg við legopið. Vonandi gerist það ekki aftur. Það verður því að segjast að þetta kríli er vel skipulagt þar sem það er allt of snemmt í þessari skorðun, held ég, það stendur einhvers staðar að börn skorði sig í kringum 38. viku svo þetta er fullsnemmt hjá okkur.

Bíð spennt eftir komandi dögum:
miðvikudagur - mamma fær nýja bílinn sinn og Bolton tónleikar um kvöldið ;o)
fimmtudagur - jóga
föstudagur - matarboð hjá hervöru???
laugardagur - afmæli hjá Kristínu
sunnudagur - Helga Guðrún 5 ára
mánudagur - Kristín 24ra ára


Já, ekki hægt að segja annað en jibbí kóla!

...Þrátt fyrir að ég er farin að vakna á heldur ókristilegum tímum 5:30 - bölváður fréttablaðssnáðinn kemur upp úr 5 og hendir blaðinu inn Muggi til mikillar skelfingar því hann heldur alltaf að það sé stórskotalið að ráðast á okkur og lætur okkur Sverri vita samviskusamlega með góðu háværu gelti að einhver sé við hurðina. Svo sofna hann og Sverrir værum blundi en ég er ekki svo heppin. Nýti tímann yfirleitt til að lesa í einhverri skólabók og sofna svo aftur um 9 leytið og rís úr rekkju um 11 leytið. Leitt að þurfa að mæta í skólann því það raskar algjörlega þessu fína skipulagi mínu.

xx Rúna

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

heyrdu nu mig,eg segi bara pas på.
hb

miðvikudagur, 21 september, 2005  
Blogger hs said...

farðu varlega með þig sæta
kveðja frá köben
hulda sif

fimmtudagur, 22 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er naumast að krílið er skipulagt og með allt á hreinu. En þú bara tekur það rólega og þá fer það líka að slappa aðeins af og bíða eftir rétta tímanum :o)

fimmtudagur, 22 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég vona það. Fór í svona mónitor og það kom allt gott út úr því svo þetta reddast allt saman.
xx Rúna

föstudagur, 23 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home