09 október 2005

Næsta vika - vika 33 !!

10. October 2005 til 16. October 2005

Barnið vegur nú næstum 2,2 kg.
Þvermál höfuðsins er um 8,5 sm.
Sethæðin, frá rófubeini til hvirfils er 30,5 sm.

Allt sem barnið þarfnast núna er meira af efninu „surfactant“ sem þarf að þekja lungun svo og meiri fitu. Það á mjög mikla möguleika á að lifa af ef það myndi fæðast núna. Barnið er nú farið að blikka augunum og byrjað að fókusera á hluti nálægt sér s.s. eigin útlimi og naflastreng.

Merkilegt nok! Barnið rétt 2.2 kíló, einmitt það sem ég hef þyngst um... já, nokkrum sinnum það allavega. Átta vikur til stefnu en ég held það komi fyrr, veit ekki af hverju en hef það á tilfinningunni.

xx Rúna

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mig dreymdi þig í nótt Rúna mín, þú varst búin að eignast TVO endalaust sæta stráka, sem sagt tvíbura, veit ekki alveg hvað ég á að lesa úr því. En ég meina.. gaman að því. Er farin að hallast meir og meir í strákaátt!

sunnudagur, 09 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vó, ég held þó að þig sé að dreyma fyrir sjálfa þig... enda allir "andar" sem segja að þú eigir eftir að eignast tvíbura - ég afþakka þá gjöf, hehehe.

kv. Rúna

sunnudagur, 09 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

vó en spennó...örugglega mjög erfið vinna að eignast tvíbura...sjæse.

Gangi þér rosa vel.
Knús Ásta

mánudagur, 10 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ, vonum samt að það láti bíða eftir sér er það ekki....
Hervör

miðvikudagur, 12 október, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home