04 október 2005

Fótleggur og fleira

Sat í gærkvöldi í eldhúsinu hennar mömmu og Erna og Sverrir (litlu) voru með mér, við sátum þarna í mestu makindum þegar ég sé allt í einu móta fyrir öðrum fótlegginum á barninu!!! Ég átti náttúrulega ekki til orð, ég svo spennt að ég sagði þeim að koma og finna hreyfingarnar (Sverrir var ekki enn búinn að finna neina hreyfingu) og þá lætur barnið ekki sitt eftir liggja í sýningu kvöldsins og við finnum fyrir hælnum komu "út úr" maganum hægra megin neðan við rifbeinin.
Ég hljóp heim stuttu seinna með tíðindin og við reyndum að fá endursýningu svo Sverrir gæti fundið en þá var greinilega svefntími hjá barninu því það lét ekkert á sér kræla... svona dugar ekki að vera frekur á hæfileika lillunnar/lillans.

Þá var ég komin 31 vikur og 2 daga

xx Rúna

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ krúttið litla. Þetta er svo gaman
Knús
Hrefna

þriðjudagur, 04 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh þetta er bara það æðislegasta í heimi! :) Ég sakna eiginlega bumbunnar við að lesa þetta...

miðvikudagur, 05 október, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home