12 október 2005

Aðeins að fara fram úr mér...

Nú er ekki skóli fyrr en eftir 12 daga og ég ætlaði mér að rumpa af einni ritgerð á þeim tíma en er algerlega að mygla hérna heima. Vakna - sturta - borða - lesa - sofa - borða - lesa - horfa á sjónvarp - lesa - sofa. Svona er dagurinn minn, gerist nokkuð villt stundum og raða þessum athöfnum öðruvísi niður.... á góðum degi. Get ekki einu sinni farið í góða göngutúra lengur því ég er orðin svo mikill óléttuaumingi. Ætlaði áðan, full eldmóð, að labba út á Eiðistorg og fara á bókasafnið en þegar ég var komin að Való var mín búin á því. Hugsaði með mér hvort ég ætti að snúa við og ná í bílinn en ákvað að harka að mér og ljúka ætlunarverkinu. Viti menn, ég komin að sundlauginni (hálftíma seinna eða svo) og sé ég ekki gullna bílinn renna að sjoppunni. Mamma sæta að kaupa sér víkingalottó með Tómasi og ég ekki lengi að vippa mér að þeim og sníkja far. Muggur fékk meira að segja að fara upp í hinn gullna bíl!
Sverrir fór svo í vinnuna og ég ætlaði mér að lesa af mér hausinn en sofnaði þess í stað. Er algerlega andlaus fyrir þessa ritgerð sem ég ætlaði mér að klára. Það á ennþá eftir að redda barnafötum, -rúmi, öllu sem forliðurinn barn kemur fyrir í - meira að segja barninu sjálfu. Jæja, þá ákvað ég að baka köku því það er aðalskemmtiefni mitt þessa dagana - reyndi að lesa svo eftir það en allt kom fyrir ekki. Tilhlökkunarefni kvöldsins er fyrirsæturaunveruleikasjónvarpsþáttur sem gefur manni ekki neina inspirasjón fyrir ritgerðir en ég ætla að láta mig hafa það að horfa á þáttinn og steikja það litla sem eftir er af heilanum.
xx Rúna súmó

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

miðvikudagur, 12 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi njóttu þess bara að vera soltið löt, ef þú mátt það ekki núna þá máttu það aldrei!!! Þessi ritgerð reddast, það er allavega mitt endalaust gagnlega mottó "REDDAST"!!

miðvikudagur, 12 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

dagarnir thinir eru meira spenno en hja mer sæta mig:)

fimmtudagur, 13 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Slakaðu á Rúna mín og farðu vel með þið, kannski er ekki nema 1 mánuður eftir, maður veit aldrei! Og ekki stressa þig á öllu barnastússinu, ef krílið kemur fyrr en þið eigið von á þá má afgreiða þetta allt með einni ferð í Babysam. Svo veit ég líka að þú átt fullt af góðu fólki sem hjálpar ykkur ef á þarf að halda. Knús elsku litla Rúna mín. og smá strjúk á bumbu.
Þín Hrefna

föstudagur, 14 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

eg veit ekki hvort thad hughreystir thig ef eg segi ad eg horfdi a britney og kevin,non-stop,fra 16:30-20:00 a thridjudaginn.ohugguleg vitneskja, en sámt gott ad vita ad thad eru fleiri djupsteiktir heilar,mas a meginlandinu
goda helgi hb

föstudagur, 14 október, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home