06 nóvember 2005

Vika 37


7. nóvember 2005 til 13. nóvember 2005
Barnið mælist nú í flestum tilfellum 34 sm frá höfði að rófubeini og vegur allt að 3,2 kg.
Höfuðið er orðið yfir 9 sm að þvermáli.
Komið getur fyrir að líknarbelgurinn rifni og fósturvatnið flæði.
Ef þetta gerist ætti móðirin að leita til læknis.
Litlu lungun eru að verða tilbúin til að starfa.
Barnið hefur nú þétt grip með höndunum og kyngir um 750 ml af legvatni á dag.

Það gæti lekið vökvi úr brjóstunum þínum. Það getur lekið við það að þú heyrir barn gráta en það einnig lekið alveg upp úr þurru. Það sem lekur er broddurinn sem inniheldur prótein og mótefni. Broddurinn er hin fullkomna fæða fyrir nýfætt barn, það besta sem barnið fær áður en mjólkin fer að myndast. Barnið getur ekki hreyft sig mikið um þar sem plássið er alltaf að verða minna og minna. Spörkin og bylturnar eru hins vegar kraftmikil. Nú er mjög mikilvægt fyrir þig að fá eins mikla hvíld og svefn og þú mögulega getur. Fæðingin verður auðveldari og þú verður fljótari að jafna þig ef þú ert vel úthvíld.


Nú eru 28 dagar eftir. Við Sverrir erum á foreldranámseiði sem er bara nokkuð gott. Fullt af fróðleik sem við vissum ekki um, gott allavega að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig skref fyrir skref. Eigum einn tíma eftir sem er laugardaginn 12. nóvember og þá fáum við að sjá fæðingu! Veit ekki alveg hvað mér finnst um það - hvort ég eigi eftir að stressast upp?
Mamma er úti í Texas svo að krílið má allavega ekki koma fyrr en 15. nóvember svo að hún missi ekki af þessu öllu saman.

xx Rúna

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vó hver býður sig fram að fæða fyrir framan áhorfendur?

kris

mánudagur, 07 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Elskan mín... það er sko fullt af hippum í Ameríkunni sem gera það með bros á vör :o)

þriðjudagur, 08 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég var akkúrat að hugsa um þetta áðan í mæðraskoðuninni; aldrei myndi ég vilja láta taka fæðinguna upp til þess eins að sýna ÖLLUM sem eru að fara að fæða.

xx Rúna

þriðjudagur, 08 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hef aldrei skilið hvernig er hægt að leyfa e-m að vera á vappi í kringum sig með myndavél á slíkri stundu og ég myndi aldrei vilja horfa á svona.... ég finn til með ykkur að þurfa það og vona sömuleiðis að barnið bíðii fram yfir 15. nóvember....
Hervör

þriðjudagur, 08 nóvember, 2005  
Blogger Hrefna said...

hæ...já það er eflaust bara spes hippar sem leyfa svona. Þetta er nú þokkalega messy atburður þó stórkostlegur sé. Verð nú bara segja það. Hvað er múttan að gera í Texas segi ég nú bara.
Knús elsku RabbabaraRúna

miðvikudagur, 09 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sorglegt að segja en mamma er að kveðja vinkonu sína sem er með MND sjúkdóminn... Ekki sérlega gleðilegt en gott að geta kvatt.

xx Rúna

miðvikudagur, 09 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ æ en leiðinlegt. En gott að hún getur kvatt hana....
Hrefna

miðvikudagur, 09 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahaaaaaaaa ok ég misskildi - hélt þið væruð að fara að horfa á live birth :|
Ég myndi samt ekki vilja taka þetta upp á video.

Kris

miðvikudagur, 09 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vó, aldrei! Fyndið að þér hafi dottið það í hug, hehe. Held það myndi líða yfir mig ef ég sæi raunverulega fæðingu og hún gengi ekki vel... vitandi að ég þyrfti að ganga í gegnum þetta nokkrum vikum seinna
Rúna

fimmtudagur, 10 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home