25 október 2005

Mæðraskoðun með meiru

Daginn, daginn, daginn

Mættum enn og aftur í mæðraskoðun í dag en þetta var ekki neitt venjuleg skoðun því Sonja var í verknámi! Það var hin skemmtilegasta tilbreyting á annars einhæfri mæðraskoðun. Blóðþrýstingurinn er 120/70 sem telst fullkomlega eðlilegt. Barnið er búið að skorða sig betur núna og kom einnig í ljós að ég er komin með hina víðfrægu grindargliðnun Á FYRSTA STIGI vil ég meina. Það var nefnilega þannig að ég fór með Hervöru og Ástu í kröfugönguna í gær og var á vappinu í rúma tvo tíma og þegar ég lagðist upp í rúm um kvöldið var ég komin með þessa skemmtilegu verki í lífbeinið (pent orðað!)
Jæja, hvað um það. Fór í göngu með Mugg áðan og það er víst ekki eitthvað sem ég á eftir að gera mikið af næstu vikurnar því lífbeinið tók af stað. Það er nú bara eitthvað aumt brjósk sem heldur beininu saman og mamma sagði mér að barnið væri farið að ýta á það svo að þess vegna finnur maður fyrir þessum ónotum.

Það skemmtilega við mæðraskoðunina var fyrst og fremst að Sonja var þarna og svo þegar Gígja, ljósmóðirin, athugaði hvernig barnið lægi, hve langt það væri komið niður og svona spurði ég Sonju hvort hún vildi prufa ... enda í skólanum, strangt til tekið ... hún var til í það og fann hausinn á barninu. Gígja spurði hvort pabbinn, a.k.a Sverrir, vildi finna og ég hélt hann myndi nú ekki láta verða að því þar sem hann er svo smeykur við að meiða barnið, en hann lét til leiðast og fann líka fyrir höfðinu. Svo fann Sonja bakið og rassinn og allt svoleiðis.

Hin besta skoðun að mínu mati- OG - Sonja er komin með mega flotta klippingu!

xx Rúna

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ji en gaman... bara vinkonurnar farnar að skoða mann á heilsó!! Mér líst vel á þetta. Hlakka til að sjá nýju klippinguna á laugardaginn! Annars man ég vel eftir þessum "ónotalegu" (vægt orðað) verkjum í lífbeininu skemmtilega! Þú verður bara að sleppa löngu göngunum.
KNUS

þriðjudagur, 25 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man einmitt líka eftir smellum í lífbeininu þegar ég var snúa mér á nóttunni! *hrollur*

miðvikudagur, 26 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

thu verdur ad slappa meira af og lata husbondan fara med Mugg i labbitur.
hm mer langar ad sja hargreidluna hennar sonju!

miðvikudagur, 26 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ja mig lika,hun minntist e-d a knallstutt her um daginn,er thad ordin raunveruleiki...
hb

miðvikudagur, 26 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, hárið á henni er rosalega flott, stutt - engar teyjur eða spennur komast í það!

miðvikudagur, 26 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ sæta. Takk fyrir síðast. Þetta var rosalega gaman og takk fyrir að leyfa mér að finna. Þetta var alveg til að gera dag minn bjartan. Takk fyrir kommentið um hárið. Ég er öll að koma til með þetta núna en ég var lengi að venjast þessu. Ekki alveg knallstutt en ansi stutt samt og dekkri liturinn. Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn. Knús og kossar. Sonja

miðvikudagur, 26 október, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home