27 október 2005

Að vera veik eða ekki veik

Hef ekki farið út úr húsi í allan dag. Það er nú LANGT síðan það hefur gerst, er vön að fara allavega í einn göngutúr eða svo. Nú eru komnar 4 svefnlausar nætur, tek kannski aðeins of sterkt til orða, hef náttúrulega sofið eitthvað en er samt alltaf meðvituð um mig. Nú er ekki nóg að vera ólétt og svefnvana þá er ég komin með svo mega mikið kvef að það trillar úr augunum á mér og lekur endalaust úr nefinu. SEM þýðir að ég er alltaf að snýta mér og þá fær maður þennan skemmtilega roða og þurrk á nefið eða fyrir neðan nefið. Jákvæðnin streymir alveg hreint frá mér þessa stundina. Geisp. Held ég fari bara og hiti mér te.

Svo held ég að ég breytist bráðum í sjávardýr, mesta tilhlökkunarefni mitt þessa dagana er að fara í sturtu eða bað - er komin með svaka þörf fyrir að vera í vatni, borða ávexti á kvöldin, já, eða það sem ég kemst í tæri við, og get ekki setið lengur en í nokkrar mínútur í einu því þá langar mig að fara að gera eitthvað allt annað, stend upp og reyni að finna mér eitthvað að gera. Nei, viti menn, kemur ekki í ljós að ég hef ekkert annað að gera en að læra. Innihaldsríkt líf það. Hugsa með mér að ég geti nú hangið og horft á sjónvarpið um kvöldið en sjónvarpsefnið hérna á Íslandi er hreint og beint ömurlegt. Já, ömurlegt, ekkert nema raunveruleikasjónvarpsþættir sem ég þá horfi á og áður en ég veit af verða þeir örugglega uppáhaldas sjónvarpsefni mitt.

Held ég ætli ekki að lesa þessar færslur mínar aftur þegar við ætlum að eiga annað barn, ég skrifa bara það neikvæða við óléttuna og ef ég les þetta aftur hljómar meðgangan eins og hálfgert helvíti. En þannig er þú nú bara, allir þeir dagar sem ég skrifa ekki eru bara það góðir og skemmtilegir að mér finnst þeir ekki frásagnarverðir. Þarf að hugsa aðeins betur um þessa pælingu.

xx Rúna

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

go runa,go runa,go,go,go runa..!!!hjalpar thetta?hey eg er babysitter fyrir litinn kettling um helgina.Hun er rosa sæt og litil og fær mjolkurblondu ur sprautu og sma babykat mad ur bleikum poka!!I love it..eg ætla ad vera sma thjaningarsystir thin um helgina,horfa a raunveruleikaTV og eiga kisu.
gosa helgi
hb
ps kettlingurinn heitir Kettlingur..

föstudagur, 28 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, verð að segja að þetta hjálpar. Er líka bara miklu betri í dag en í gær - held það sé fljótandi lýsið sem ég tek á hverjum degi sem gerir mig svona hrausta.
Oh, öfunda þig af kisunni, væri alveg til í eina litla sæta kisu.

xx Rúna

föstudagur, 28 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að Sverrir er búinn að koma þér upp á lagið með Lýsið;) Sástu fréttirnar í gær um að þeim mun þyngri sem börnin eru við fæðingu því meiri líkur á velgengni og hærri launum? So go go með lýsið og annað styrkjandi svo þú getir látið það sjá vel fyrir þér í ellinni.

Hervör

föstudagur, 28 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta Rúna mín
Ég var líka stanslaust í baði þegar ég var komin svona langt á leið. Gat ekki sofnað nema að fara í HEITT bað fyrst. Ég vildi hafa það svo rosalega heitt að það var ekki eðlilegt, myndi ekki geta farið í svona bað í dag. Ég þorði nú aldrei að hafa það eins heitt og ég hefði viljað en veit núna að hitakerfið í henni Örnu minni stjórnaði þessu :-)
Þín Hrefna

föstudagur, 28 október, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Láttu þér batna Rúna mín....fyndið að kettlingurinn heitir kettlingur:)

laugardagur, 29 október, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home