10 nóvember 2005

Saga til næsta bæjar

Strax kominn fimmtudagur. Vikurnar fljúga framhjá manni eins og ég veit ekki hvað. Hitti Hörpu í gær og við fórum í sund. Gaman að geta talað um meðgönguna við hana, vorum þarna eins og tveir hvalir. Það var reyndar líka svolítið fyndið að þegar við vorum að fara ofan í þá fórum við í sturturnar sem eru með svona hliðarveggjum, það eru 3 eða 4 í röð. Á öðrum vegg voru svona ca. fertugar konur, allar með sixpack og enginn í barnasturtunum. Svo þegar við erum að fara ofan í kemur þrjiðja konan/stelpan sem hafði verið í sömu sturtulengju og við tvær og viti menn... hún var líka ólétt! Þetta var sem sagt mjög vel skipulagt allt saman.

Fyrir þá sem ekki skilja: 3 veggir með sturtum. Einn með 3 konum með sixpack annar með 3 konum með bumbuna út í loftið og þriðji veggurinn tómur. Skemmtileg tilviljun.

Svo kom Hervör og horfði á módelin með mér og við spiluðum aðeins og svona. Fór svo að sofa og það er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að ég vakna um hálf fimm leytið og heyri Skvísu koma inn. Hún er eitthvað að leika sér og ég ligg, enn eina nóttina, andvaka. Þegar ég hélt að hún væri að gera gat á nýja fína grjónastólinn minn dreif ég mig fram til að athuga gang mála. Hún er sem sagt EKKI að eyðileggja stólinn heldur að reyna að ná í músina sem hún hafði komið með inn!

Músin var nú nokkuð klár því hún kom sér á eina staðinn sem Skvísa komst ekki að. Ég náttúrulega vippa mér upp á stól með vasaljós í hendi, lýsi á músarhelvítið og kalla á Sverri. Sverrir ofurkarl kom og henti músinni út. Í refsingarskyni lokuðum við Skvísu úti í stanslausri úrhellisrigningu til 11 í dag. Hún reyndi sitt besta að væla og væla fyrir utan gluggann en þar sem ég var svo þreytt eftir hasar næturinnar svaf ég það sem betur fer af mér.

Þar hafið þið það.

xx Rúna sem getur varla hreyft sig lengur

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vó hasar-rúna mætt a svædid!
hb

fimmtudagur, 10 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það hefði liðið yfir mig!

fimmtudagur, 10 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ
þú ert nú meiri skutlan með svaka sæta kúlu - mig langar í svona... ;) Gangi þér og ykkur sem best, sjáumst vonandi fljótlega
Kv, Eyrún Færeyjafrík :)

fimmtudagur, 10 nóvember, 2005  
Blogger hs said...

þú ert alltaf svo sæt, get ekki séð þig fyrir mér sem einhvern hval.
flott ólétt kona.

knús frá köben

hulda sif

föstudagur, 11 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home