27 nóvember 2005

Lokavikan - skulum við vona


Vika 40 : 28. nóvember 2005 til 4. desember 2005

Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir! Í lok þessarar viku ertu „á tíma“! Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“! Dæmigert.
Barnið er kringluleitara og feitara og í sjálfu sér tilbúið að fæðast. Nú er það 200 sinnum þyngra en það var á 12. viku. Strákar eru oft stærri en stelpur. Barnið vegur nú um 3,5 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 37 sm. Höfuðið er að þvermáli um 9,5 sm. Naflastrengurinn er 50 sm langur. Búast má við að fæðingarhríðir hefjist.

Aðeins 10 af hverju 100 ganga með allt að í 42 vikur. Ætli það verði ekki ég... einhver verður nú að fórna sér :o/

xx Rúna

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

eg a bara svo erfitt med ad skilja ad barnid se alveg a næsta leidinni..en eg hlakka samt endalaust til ad sja thad og thig og ykkur oll.ok nog væmni.gott gengi i ollu og ollu og eg bid spennt eftir fædingarfrettum...
knus hb

sunnudagur, 27 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þegar ég var komin jafnlangt og þú ert komin núna fæddist Benedikt :) Þetta styttist því óðfluga! Ég vildi bara segja gangi þér vel og svona, ég hlakka til að fá frekari fréttir :)

sunnudagur, 27 nóvember, 2005  
Blogger Rúna said...

Takk yndin mín!

Ekkert smá gott að fá smá hughreystingu svona á síðasta sprettinum.

xx Rúna

sunnudagur, 27 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home