20 nóvember 2005

Vika 39


Vika 39 : 21. nóvember 2005 til 27. nóvember 2005
Barnið mælist nú um 36 sm (sethæð) og vegur 3,4 kg.
Höfuðið er u.þ.b. 9,5 sm að þvermáli.
Kynfæri barnsins eru óvenju stór en það er vegna áhrifa frá þeim hormónum sem þú framleiðir. Þetta jafnar sig nokkrum dögum eftir fæðingu. Nú hægir aðeins á þyngdaraukningu barnsins og undirbúningur fyrir fæðinguna hefst af fullum krafti.
Leghálsinn gæti verið farinn að mýkjast, styttast og þannig að undirbúa sig fyrir að opnast. Slímtappinn gæti einnig farið hvenær sem er en það getur verið merki um að fæðingin verði á næstu dögum en jafnvel fyrr. Þú gætir fundið meira fyrir samdráttum í leginu (kúlan harðnar) en einnig gætir þú fundið fyrirvaraverki. Samdrættir lýsa sér þannig að kúlan verður hörð án þess að konan verði vör við verki. Fyrirvaraverkir eru samdrættir ásamt verkjum sem koma óreglulega og standa oft stutt yfir. Verkirnir eru ekki óbærilegir en óþægilegir. Fyrirvaraverkir hætta oft við hvíld. Það er talið að fyrirvaraverkir geri gagn því þeir undirbúa leghálsinn með því að mýkja hann. Fyrirvaraverkir eru algengari hjá konum sem fætt hafa áður. Byrjandi fæðing lýsir sér með samdráttum ásamt verkjum, oft kallað hríðir eða fæðingarhríðir. Hríðirnar koma reglulega, lagast ekki í hvíld og aukast smám saman, styttra verður á milli þeirra og hver hríð varir lengur. Legvatn getur farið í byrjun fæðingar án þess að hríðir komi strax í kjölfarið en algengara er að legvatn fari í lok útvíkkunartímabils.
_______________________________
Vonandi þarf ég ekki að ganga með barnið í lengri tíma en 40 vikur - held ég eigi ekki eftir að geta athafnað mig almennilega. Nógu anskoti erfitt er að hreyfa sig núna, hvað þá eftir tvær vikur ... HVAÐ ÞÁ EFTIR 4 VIKUR!
Annað gott.
xx Rúna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home