15 nóvember 2005

Nú liggur vel á mér...

19 dagar til stefnu!
Mamma komin heim.
Mæðraskoðunin í morgun gekk eins og í sögu (fyrst sinn sem ég þyngist ekki milli skoðana... reyndar bara vika síðan ég var síðast í skoðun en við látum það liggja milli hluta)

Krílið alveg til í að koma í heiminn... búið að skorða sig endanlega og bíður líklega alveg eins og við.

Jólin að koma og ég með alla hluti á hreinu loks í skólanum, held barasta að ég útskrifist og alles.

Tóta kemur heim um 26. desember og Sóla ætlar ekki út fyrr en babíið er komið í heiminn. Ásdís verður reyndar í DK en Hrefna kemur heim. Veit ekki enn hvað HB gerir?? Held að Hrafnhildur komi ekki neitt heim... Sonja og familía fara reyndar út en krílið verður pottþétt komið þá því þau fara ekki fyrr en 22. des. minnir mig. Aðrir verða heima um jólin... sem gleður mig óneitanlega því (þó svo að maður hitti svo sem ekki marga) finnst mér alltaf best að hafa alla bara heima.

Ein hnýsin í ferðaplön annarra, múhahah..

Tóta bara orðin mamma - vissi að þetta myndi gerast fyrr en síðar!

Á eftir að fara í 5 daga í skólann og svo bara búið. Er enn að velta fyrir mér hvort einhver vilji ráða mig í vinnu eða hvort ég fari bara beint í master næsta haust.
xx Rúna

4 Comments:

Blogger Hrefna said...

Mikið er orðið stutt í þetta, ég hlakka svo til að hitta þetta litla kríli og ykkur auðvitað líka. Þetta gæti nú bara þess vegna farið að koma....
En ég myndi nú alveg eins búast við því að þurfa að bíða pínu. Takk fyrir að linka á okkur....

þriðjudagur, 15 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

eg veit ekki enn hvad eg geri,en bid bid spennt e frettum af thvi eins og adrir.en hrafnhildur kemur heim um jol og aramot..
knus&kossar hb

þriðjudagur, 15 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Úú.. geggjað að heyra með Hrafnhildi! Ég var alveg viss um að hún myndi ekki koma.

og

Hre! Vonandi var í lagi að setja Örnu inn, ætlaði að spyrja þig fyrst en svo varstu aldrei á msn svo ég bara sló til.

xx Rúna

miðvikudagur, 16 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er bara gaman að því elsku Rúna mín. Hrelli

miðvikudagur, 16 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home