21 nóvember 2005

Veðmál

Þar sem ég hef ekki smakkað áfengi, úff.. hljómar eins og ég sé nettur alki, í heillangan tíma og við saumaklúbburinn vorum einhvern tímann að tala um hvort þetta yrði stelpa eða strákur hjá okkur Sverri kom þessi líka góða hugmynd upp hjá mér að opna veðbanka. Nú man ég ekki hvort ég hafi komið með hugmyndina um að leggja hvítvín eða rauðvín undir þá endaði það allavega sem potturinn og hér er hægt að sjá stöðuna á veðmálinu stóra. Og eins og glökkt augað sér þá gæti staðan ekki verið meira spennandi 6-5 og nær veðbankinn út fyrir landsteina allt til Danmerkur en það er Jacob hennar Tótu :o)

Staðan á veðbankanum er eftirfarandi:

Stelpa:
Kristín, hvítt undir.
Hervör, hvítt undir.
Hildur Björk, stuðlar ekki að drykkju og leggur spádómsviksu sína undir.
Eftir endurskoðun og nánari upplýsingar leggur Hildur eina rauða undir
og tekur því virkan þátt í því að stuðla að drykkju!
Sonja, stuðlar ekki að drykkju og leggur spádómsvisku sína undir.
Hildur Rut, hvítt undir.
Ásta, hvítt undir.
Harpa, rautt undir.

Strákur:
Inga Lára, hvítt undir.
Hildur Sig., hvítt undir
Magga, hvítt undir.
Sæunn, hvítt undir.
Jacob, rautt undir.
Tóta, hvítt undir. Til að jafna stigin.
Hulda Sif, rautt undir!... allir í familíunni hennar
halda að þetta sé strákur.. en í minni stelpa.
Nokkuð merkilegt finnst mér.

Það vantar enn nokkra og eru allir velkomnir að segja sína skoðun, það þarf sko alls ekki að leggja neitt undir nema spádóminn. Þetta er þó endanlega mat hvers og eins á kyni barnsins og má ekki breyta um skoðun - Magga taki það sérstaklega til sín!














súmókveðjur,
Rúna

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að taka við minni flösku því þetta er most definently a girl....

Hervör

þriðjudagur, 22 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skil ekki alveg þetta með spádómsvisku og stuðla ekki að drykkju!!! En ég býð spennt eftir úrslitum... oh hvað þetta er spennó! Vona að þú hafir það gott krútt.
KNUS frá okkur á Vetrargörðunum

þriðjudagur, 22 nóvember, 2005  
Blogger Rúna said...

hmm.. í raun bara það að Sonja gleymdi að leggja flösku undir. :o/

xx Rúna

þriðjudagur, 22 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

OK get ekki ákveðið mig ætli ég verði bara ekki að setja hvítt á strák til að even the scores!!!!

þriðjudagur, 22 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú já ég skil! hahaha ætlaði að segja að einhver í þessum saumaklúbb væri sérstaklega á móti léttvínsveðmáli... það gat eiginlega ekki verið! Ég átti að vita betur, djammarar með meiru.

þriðjudagur, 22 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hallo hallo hallo!eg hef alltaf studlad ad drykkju og vil ekki heyra thennan rogburd!!!eg legg eina kippu af raudum floskum,undir mini runu.OK i've made my point,eina rauda flosku tha undir ad thetta se baby runa.og by the way eg er ad skrifa thetta ur minni private og personulegu glænyju baby mac,eda macintosh tolvu eins og sumir kjosa ad kalla thær...
skal i botn og hana nu
hb

þriðjudagur, 22 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ps.gerum vid ekki upp thegar allar eru heima?
i sure do hope so..
hb&the mac

þriðjudagur, 22 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

jú þokkalega, þetta verður mega veisla - ekki fjármagnslega séð heldur fjöldamætingalega séð á ég við.

og .. til hamingju með tölvuna, ég sjálf hef alltaf litið mac tölvur hýru auga já og allir bara komnir með börn. Tóta og gullfiskurinn og þú og tölvan og ég og krílið og sonja og gabríel og inga og victor... gleymi ég einhverju??

xx Rúna

miðvikudagur, 23 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta pæ, ég var að skrifa hérna í gær en það bara dettur út... er þetta einhvað persónulegt??? Vona ekki. En rosa flott bumban orðin og myndarleg... nú er bara að ná í þolinmóðartrompinn eða vera á baki alla daga...hehe.

Gangi þér og nottla Sverri vel í þessu stærsta verkefni ykkar hingað til....

Knús reynsluboltinn í Gúmm

miðvikudagur, 23 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hey eg tok kippuna til baka...
en er samt med i ad studla ad stemmningu
hb

fimmtudagur, 24 nóvember, 2005  
Blogger Rúna said...

Súpps... mín mistök - lestrarkunnáttunni eitthvað farið að hraka :o/

fimmtudagur, 24 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Rúna.
Ég er loksins búin að fatta hvernig ég get sett komment. Hef ekki getið það hingað til.
Ég segi að krílið verði stelpa og ég legg rautt undir.
Luv Harpa

föstudagur, 25 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home