30 ágúst 2005

Jebbsídebbsí!

27. vika!
Þar sem barnið hefur nú stækkað svo mikið er að verða aðeins þrengra um það í leginu. Börn sem fæðast við 27 vikna meðgöngu hafa góðar líkur á að lifa af. Barnið hefur stundað öndunaræfingar af og til en nú verða þessar öndunaræfingar reglulegri og stöðugri. Nú hafa myndast fellingar á yfirborði heilans sem nú þroskast mjög hratt. Það er rétt að geta þess að ef barn fæðist fyrir tímann heldur þroskinn áfram utan legsins en börnin eru þá venjulega höfð í hitakassa og eru tengd við öndunarvél. Barnið vegur nú um 920 grömm og lengd frá höfði að rófubeini er um 24 sm.

Enn styttist í fæðinguna! Núna er hægt að sjá nánast allar hreyfingar krílisins með berum augum, þokkalegt það.
Vorum að enda við matarboð, ég og Sverrir, foreldrar hans, systkini og amma komu í mat. Hélt á tímabili að við hefðum eldar allt of lítinn mat en það bjargaðist rétt fyrir horn sem betur fer.

Bíð spennt eftir að byrja í skólanum, komin með leið á að vera í sumarfríi þó svo það sé ekki einu sinni vika síðan ég byrjaði í því.

Erna systir kom heim frá Florída á sunnudaginn var, hlaðin barnafötum og annað eins kemur þegar Ransý kemur heim á föstudaginn. Hún sagði mér að þær hefðu gjörsamlega tapað sér í barnafatabúðunum.

Jæja, best að skunda á vídeóleiguna með Sverri þar sem það eru nú ekki mörg verkefni sem bíða manns á morgun og um að gera að njóta þess að vaka fram eftir : o)

xx Rúna

23 ágúst 2005

Mæðraskoðun

Nú hef ég sko fréttir að færa. Fórum áðan í skoðun og hittum ljósmóður og lækni. Mér var náttúrulega skellt á viktina og viti menn, rauk hún ekki bara upp í óhóflega háa tölu mér til mikils ama. Ljósmóðirin benti mér þá svo vinsamlega á að ég væri í mjög þungum buxum! Hún kann sko sitt fag.... mér leið allavega miklu betur.

Þar sem við erum komin vel yfir hálfa meðgöngu fáum við að fara heim með upplýsingarnar um mig og barnið. Svo kom að því að hún hlustaði á hjartsláttinn og það tók sinn tíma, ég var meira að segja orðin stressuð að það væri eitthvað að! Heyrði alltaf mjög daufan hjartslátt en svo rauk hann upp en var ekki nógu hraður að mínu mati. Hún sagði okkur þá að hún hefði alltaf heyrt bara í fylgjunni, segir mér svo sem ekki mikið enda hélt ég að hún gæfi ekki hjartslátt frá sér. Hvað um það, að lokum sagði hún okkur að þetta hlyti bara að vera STRÁKA hjartsláttur þar sem hann var "hægur"

Ásta, þú ert snilli, komst með svarið síðasta laugardag. Nú er ég algjörlega viss um að þetta er strákur. Lítill papa sveik!

Svo ég haldi nú áfram að tala um mig og mínar hugleiðingar þá spurði ég þær hvort ég gæti ekki alveg farið í prófin um jólin ef þau eru ekki sama dag og ég fæði þá sögðu þær mér að það væri allt í góðu, kannski ekki daginn eftir fæðingu eða 2 dögum eftir hana en annað væri í góðu lagi ef ég verð heilsuhraust.

xx Rúna

22 ágúst 2005

26. vika... og staðan góð


Vika 26 : 22. August 2005 til 28. August 2005
Barnið er 23 sentimetra langt í sethæð og vegur yfir 850 gr.
Fæturnir mælast 5 sm.
Barnið getur nú opnað og lokað augunum.

Jæja, já. Komin á 26. viku og get ekki beðið eftir að halda áfram, hætta að vinna, byrja í skólanum og njóta lífsins eða já, hafa áhyggjur af því að eiga ekki nægan pening! Námslánin eru mega lág, nú loks skil ég námsmenn sem þurfa að lifa á 65 þús krónum á mánuði. Ekki skrýtið að magasár og höfuðverkur hrjái margan námsmanninn þessa daga.

Er ekki lengur svo viss um að þetta sé stelpa eftir að Ásta sagði við mig á laugardagskvöldið: "...og þetta er strákur..." fékk allt í einu á tilfinningunni að hún hefði rétt fyrir sér. Það er svo rosalega erfitt að vita ekki hvaða kyn þetta er þegar maður er svona últra forvitin manngerð.

Nú fer sumrinu að ljúka og allar dk-dömurnar að flýja heim eftir sumarið. Men, ég fæ bara í magann við tilhugsunina, var að tala við Tótu og hún að segja mér að þetta væri síðasta vikan hennar hérna. Mér fannst svo langt í 30. ágúst en þegar maður hugsar þetta í vikum þá er þetta svo stuttur tími. En er þá ekki bara spurning um að líta á björtu hliðarnar, þær (dk-dömur) sleppa við að hlusta á sívaxandi kvartanir mínar um meðgönguna og ekki vill maður eyða þessum fáu orðum sem fara á milli landanna í kvartanir og kvein.

Er á leið í mat í Mosó... þ.e. ef ég get komið mér á leiðarenda ein og óstudd.

xx Rúna

17 ágúst 2005

25. vika!

Vika 25 : 14. August 2005 til 20. August 2005
Hið ófædda barn mælist um 22 sm og vegur 750 gr.
Kynfærin þróast til fullnustu.
Leggöng stúlkna eru fullsköpuð.




Jæja, þar sem ég held þetta sé lítil dama sem sparkar í mig dag og NÓTT, já, það er ekki verið að hvíla sig þegar maður reynir að fá nætursvefn, þá er þetta staðan á "henni" þessa dagana.

men, ég hélt að spörkin sem ég hef fundið hingað til væru bara allt og sumt, fann vel fyrir þeim og svona en aldrei bjóst ég við því að ég finndi fyrir spörkum niður í minn æðri hluta. Greinlegt að kríli-coolio er frískt og til í slaginn þegar þar að kemur.

Núna er barnið sem sagt 22 sm frá rófubeini upp til hvirfils en ef það teygir úr sér er það miklu miklu stærra kannski 30 sm eða eitthvað!

xx Rúna

14 ágúst 2005

24 vikur búnar í dag!

Sex mánuðir af tíu búnir í dag eða 24 vikur af 40.
Krílið orðið nokkuð stórt held ég barasta, það er enn jafnduglegt við að stunda erobic, handbolta, ballet, fimleika eða hvað það er sem það gerir í "the spa" sem það hefur nú legið í síðustu mánuði.

Því miður er ég farin að fá netta verki í magan þar sem hann stundar teygjuæfingar allan sólahringinn, aldrei hélt ég að ég myndi fá stækkunarverki í magann en sú er raunina, það sem maður gerir ekki fyrir gott málefni, úfff.. Merkilegast finnst mér að innan nokkurra mánaða verður eins og lofti hafi verið hleypt úr manni, maginn fellur niður og verður samur og hann var (vonandi!)

  • Amma hans Sverris á afmæli í dag svo það er um að gera að segja til hamingju með 82ja ára afmælið, Guðný!
  • Takk stelpur fyrir mega skemmtilegt matarboð á föstudaginn og hittinginn heima hjá Hrafnhildi í gær! Ég fæ aldrei leið á því að við hittumst, spáið í það hvað það segir um ykkur, hehehe, þið eruð yndi.

xx Rúna

09 ágúst 2005

Þar sem áhuginn á krílinu er svo gríðarlega mikill...

24. vika
Barnið þyngist nú um meira er 85 gr á viku, og vegur nú um 650 gr, mælist 21 sm í sethæð.
Augnabrúnir sjást greinilega.

Já það er orðið bara nokkuð stórt, held það mælist um rétt tæpa 30 sm ef það teygir úr sér. Núna er allt á fullu og barnið greinilega að hita upp fyrir skemmtilegt líf, fer í hringi, æfir box/kickbox og þess háttar. Ég bara get ekki beðið eftir að fæða, búin að fá að vita hjá einum kennaranum mínum að jólaprófin reddist alveg, þ.e. ef krílið lætur bíða eftir sér eða ég fæði sama dag og prófið er þá sagði hann að það væri minnsta mál við myndum finna út úr því. Þá er bara eftir að ná í hinn kennarann minn og heyra í honum hljóðið. Svo þarf ég ekki að skila ritgerðinni minni fyrr en eftir áramót svo þetta verður splendid vetur!

Að öðrum efnum... mamma krútt, gaf mér og Sverri þvottavél í gær svo að þið, mínar kæru vinkonur, getið átt von á mörgum matarboðum heim til mín! Ef þið viljið hittast í þessari viku og elda með mér og mínum látið mig vita! Hvernig líst ykkur á fimmtudaginn eða föstudaginn. Já núna kemur í ljós hvort þið kíkið á síðuna eður ei.. heheheh
Nú er hann Sverrir super-pussycat að setja vélina upp svo ég er mega spennt að komast heim úr vinnunni.

Jæja, kossar og tilheyrandi frá mér,
Rúna

Krílið farið að stækka!

Hér er mynd af 20 vikna fóstri... og ég er nb. komin 23 vikur á leið.


22. vika

Barnið bregst við hljóðum og regla kemst á svefn og vöku.
Barnið getur vaknað við hreyfingar móðurinnar.
Barnið er nú 18 sm og vegur yfir 450 gr.
Það þyngist nú meira en 70 gr á viku.

23. vika
Barnið getur sogið.
Það mælist yfir 20 sm og vegur upp að 550 gr.
Augnabrúnir verða sjáanlegar.

Kannski ekki heppilegasta myndin sem hægt er að finna en langaði bara að deila henni með ykkur.

xx Rúna

08 ágúst 2005

Kerlingafjöll

Frábærri ferð lokið ;o()
Við komum um tólf leytið og settumst út með bjór við hönd já og djús náttúrulega. Fórum í mega skemmtilega göngu á laugardeginum, hoppuðum yfir læki og blotnuðum nokkrar vel í fæturna. Þetta var það góð og hressilega ganga að hann Muggur var alveg búinn á því eftir hana. Skelltum okkur í pottinn og grilluðum og drukkum fram eftir kvöldi. Stelpurnar útbjuggu langborð í skálanum okkar og allir snæddu saman.

Er að fara heim, skoða þvottavélar og tjilla með bumbuna út í loftið... enda nett þreytt á því eftir ferðina.

xx Rúna

Gleði-brandari dagsins!

A young man called Peter invited his mother for dinner, during the course of the meal, his mother couldn't help but notice how handsome Peter's flat mate was. She had long been suspicious of a relationship between the two, and this only made her more curious. Over the course of the evening, while watching the two interact, she started to wonder if there was more between Peter and his flat mate than met the eye. Reading his mums thoughts, Peter Volunteered, "I know what you must be thinking, but I assure you, Simon & I are just flat mates".
About a week later, Simon came to Peter saying, "Ever since your mother came to dinner, I've been unable to find the frying pan, you don't suppose she Took it do you?" "Well I doubt it, but i will email her just to be sure" said Peter. So he sat down and wrote:
DEAR MOTHER, I'M NOT SAYING THAT YOU "DID" TAKE THE FRYING PAN FROM M Y HOUSE, I'M NOT SAYING THAT YOU "DID NOT" TAKE THE FRYING PAN, BUT THE FACT REMAINS THAT IT HAS BEEN MISSING EVER SINCE YOU WERE HERE FOR DINNER.
LOVE PETER
Several days later, Peter received an email from his mother which read:
DEAR SON, I'M NOT SAYING THAT YOU "DO" SLEEP WITH SIMON, AND I'M NOT SAYING THAT YOU "DO NOT" SLEEP WITH SIMON, BUT THE FACT REMAINS THAT IF HE WAS SLEEPING IN HIS OWN BED, HE WOULD HAVE FOUND THE FRYING PAN BY NOW.
LOVE MUM



Lesson of the day, NEVER LIE TO YOUR MOTHER (SHE ALWAYS, ALWAYS FINDS OUT)

03 ágúst 2005

Kerlingafjöll!

Hér eru myndir sem Hervör veitti okkur aðganga að...

http://pg.photos.yahoo.com/ph/pallgx/my_photos

xx Rúna

hmmmm....

Strax kominn miðvikudagur. Ekki nema 2 dagar í Kerlingafjöll, vonandi verður veðrið skikkalegt og allir glaðir. Mér finnst þetta mega spennandi ferðalag, mér líður eins og ég sé að fara í óbyggðirnar... þetta sýnir kannski hvað maður er mikið borgarbarn.
Saumó í kvöld - Loksins - fegin, það er alltaf svo gaman að hittast og já, bara hittast, er ég orðin svona mikil kella að þetta gleðji mitt hjarta svona mikið að fara í saumaklúbb. Einu sinni varð ég svaka-glöð þegar ég var að fara að djamma :o/
Aldrei hélt ég að ég yrði svona KERLA, stelpur, endilega hnippið í mig eftir svona átta mánuði ef ég er komin með grátt hár og hrukkur, vil ekkert gera nema horfa á mitt dásamlega barn hanga heima yfir spólu. Snökt!... já, hnippið í mig.

Sit í vinnunni og hlusta á Bylgjuna og Létt - XIÐ OF HART FYRIR MANN, HEEHEHHEHE, nei, núna segi ég þetta gott. Bara létt grín.

xx Rúna