29 júní 2006

Nokkrar myndir af krúttinu - svona til að njóta yfir helgina!






xx Einar Arnar ofurgæi

20 júní 2006

Orðinn stór strákur.

Allt gott að frétta af okkur. Má til með að segja frá nýjustu tíðindum af Einari Arnari.
Hann er svo söngelskur að þegar við Sverrir syngjum fyrir hann syngur hann með okkur. Það er ekkert smá flott hjá honum, hann reynir meira að segja að hækka og lækka sig þegar við hækkum og lækkum okkur.

Þar sem Einar Arnar er farinn að borða graut og banana og hefur fengið að smakka peru átti hann pínu erfitt með að kúka. Við settum hann á klósettið og hann gerði sér lítið fyrir og kúkaði í klósettið í fyrsta sinn. 61/2 mánaða - ekki amalegt það, hehe. Eftir stóra atburðinn brosti gaurinn út að eyrum - rosalega sáttur með sjálfan sig.


Hér eru ferðafélagarnir frá Mallorca :o)


Magga og Einar Arnar - vorum að rölta síðasta daginn okkar niður eftir ströndinni.

Hervör og Einar Arnar - ekkert jafnast á við gott tjill!


Ég og Einar Arnar - verið að klippa táneglurnar.

xx Einar Arnar og co.


15 júní 2006

Mallorca


Einar Arnar ný krúnurakaður!! Eins og sést er ekki eitt einasta strá eftir á höfðinu :o)


Einar Arnar og Hilmir að tjilla á Lynghaganum.

Verið að reyna að ná í myndavélina! Mjög sposkur á svip.

Honum fannst hann ekkert lítið flottur þegar hann fékk djúsinn sinn í pelann.
Maður þarf líka að fara í bað úti á Mallorca.

Einar Arnar undir sólhlífinni á Mallorca!
Minn maður ný vaknaður.
Að leika við mömmu sína.

Þarna er klukkan um 9 leytið og við úti á svölum að borða morgunmatinn!

xx Einar Arnar og co.

06 júní 2006

Fimmti mánuðurinn hans Einars Arnars

Loksins sest maður niður og ætlar að setja inn fullt af myndum og þá er þetta hægara sagt en gert. Er búin að prófa að setja inn mydir og það koma bara örfáar. Því set ég bara inn fleiri bráðum. Hér eru myndir héðan og þaðan en allar af honum á 5. mánuði.



Úti á Mallorca fékk hann djús blandað við vatn og honum fannst hann ekki neitt lítið gæjalegur þegar hann var að drekka... eins og sést á myndinni.

Hér er hann að fá vatn í fyrsta sinn. Fannst það heldur bragðlaust og vildi bara frekar fá sér mjólkina sína. Í fyrsta sinn í flugvél. Bara huggó, ekkert mál fyrir þennan gaur.

Á leikteppinu sínu. Reyndar orðinn svolítið leiður á því og vill helst ekki vera þar lengi einn en lætur það vera ef við erum hjá honum og leikum við hann.

Einar Arnar ný vaknaður og svolítið svefn drukkinn.

Jæja, það eru svo mega margar myndir sem mig langaði að setja inn en nenni ekki lengur að reyna svo ég reyni bara aftur eftir nokkra daga. Hann var t.d. krúnurakaður fyrir nokkrum vikum og fullt annað skemmtilegt gert.

Bless í bili,

xx Einar Arnar og co.

02 júní 2006

Smá forskot á sæluna!

Hér er ein mynd af gulldrengnum á Mallorca. Ætla svo að setja fleiri inn á morgun - þegar prinsinn er 6 mánaða!!!






xx Einar Arnar