20 júní 2006

Orðinn stór strákur.

Allt gott að frétta af okkur. Má til með að segja frá nýjustu tíðindum af Einari Arnari.
Hann er svo söngelskur að þegar við Sverrir syngjum fyrir hann syngur hann með okkur. Það er ekkert smá flott hjá honum, hann reynir meira að segja að hækka og lækka sig þegar við hækkum og lækkum okkur.

Þar sem Einar Arnar er farinn að borða graut og banana og hefur fengið að smakka peru átti hann pínu erfitt með að kúka. Við settum hann á klósettið og hann gerði sér lítið fyrir og kúkaði í klósettið í fyrsta sinn. 61/2 mánaða - ekki amalegt það, hehe. Eftir stóra atburðinn brosti gaurinn út að eyrum - rosalega sáttur með sjálfan sig.


Hér eru ferðafélagarnir frá Mallorca :o)


Magga og Einar Arnar - vorum að rölta síðasta daginn okkar niður eftir ströndinni.

Hervör og Einar Arnar - ekkert jafnast á við gott tjill!


Ég og Einar Arnar - verið að klippa táneglurnar.

xx Einar Arnar og co.


7 Comments:

Blogger Rúna said...

Já, það má segja strákinn duglegann. Hann kúkaði aftur í dag í klósettið!

xx Rúna

miðvikudagur, 21 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

...snoðunin já... var okkur ekki lofað myndum ha? hehehe


annars vildi ég nú bara segja að það er greinilegt hvað þú ert góð mamma!!!

fimmtudagur, 22 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað minn er duglegur strákur, byrjaður að borða á fullu og kúka í klósettið ;>
skemmtilegar myndirnar :D

fimmtudagur, 22 júní, 2006  
Blogger Rúna said...

Hey hey - það er efsta myndin í blogginu fyrir neða. þar er hann alveg hárlaus! En hann er núna kominn með nokkuð mikið hár. Það er meira að segja fallið niður með hliðinum,það er orðið svo mikið en ofan á kollinum stendur það beint upp í loftið. Mjög krúttí! ótrúlega fljótt að vaxa samt.

xx Rúna

fimmtudagur, 22 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

holy smackeronies... Ekkert smá duglegur, held hann sé svona undrabarn:0

fimmtudagur, 22 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ :) Takk fyrir kveðjuna! Já, ég get ekki sagt að ég sakni gömlu vinnunnar...þó margir vinnufélagarnir hafi nú verið alveg ágætir sko ;) En það er ótrúlegt hvað tíminn líður, mér finnst eins og BE hafi verið eins og Einar Arnar bara í gær og svo er hann barasta að verða 1 árs í næstu viku! Allavega, Einar Arnar er ótrúlega flottur strákur og ég kíki alltaf reglulega á ykkur :) Kveðja, Ólafía

föstudagur, 23 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

vó... sorrí - af einhverjum ástæðum fóru þessar frábæru myndir í fyrra bloggi fram hjá mér (auli eheheh). Einar Arnar er svaka kúl svona snoðaður ;D

...jæja - förum svo að hittast... svona áður en ég klepera í ritgerðarpaniki!!

xx!

þriðjudagur, 27 júní, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home