10 maí 2006

Skemmtilegar staðreyndir

Í dag, 10. maí, er Einar Arnar 22ja vikna og 4ra daga gamall. Síðan við fengum þennan gulldreng í hendurnar hefur lífið leikið við okkur.














Hann fæddist 3. desember
Skírður 30. desmeber - 30 ára brúðkaupsafmælisdagur mömmu og pabba
Fór fyrst í vagninn í göngutúr 1. janúar 2006 með mömmu, pabba, ömmu (mömmu minni), Ransý, Tómasi og Helgu Guðrúnu
Hjalaði fyrst um 3-4ra vikna, nú getur hann gefið frá sér hin ýmsu háu og skræku hljóð sem gulldrengir gefa frá sér
Brosti fyrst 7 vikna
Greip í tærnar 20 vikna og 4ra daga
Snéri sér af maganum yfir á bakið 20 vikna og 4ra daga
Byrjaði í ungbarnasundi 1. apríl, 17. vikna











Hann fer núna að sofa klukkan 20 á kvöldin og vaknar milli 7 og 8. Vakir í klukkustund og leggur sig aftur í klukkutíma. Vakir í 2 tíma og þá eru menn orðnir þreyttir og vilja komast í vagninn sinn og leggja sig í 1-3 tíma (mjög breytilegt þar!) Eftir klukkan 17 reynum við að halda honum vakandi svo hann geti sofnað um 20 leytið.

Hann fær enn eingöngu brjóstamjólk en við ætlum að gefa honum smá mat með þegar hann verður 6 mánaða en þá erum við mæðginin ný komin frá Mallorka! Já, hann er að fara í sína fyrstu utanlandsferð 25. maí með mömmu sinni, Hervöru og Möggu.

Þá er komið nóg af upplýsingum um snáðann.
Sæl að sinni,

xx Rúna og co.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jeminn þetta er svo fljótt að líða!! Bíddu bara... áður en þú veist af þá er Einar Arnar kominn í stóru barna rúm eins og hann Victor, sem í mínum augum "fæddist í gær".. haha!

föstudagur, 12 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

oh en frabært ad hann se ad fara ad striplast i solinni.ja eda ad thid seud ad fara ad striplast,thad er nottla enn betra!!!
knus fra samstripaling
hb

föstudagur, 12 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

vó á að fara til Mallorka en gaman! Skemmtilegar staðreyndir:)

föstudagur, 12 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður geggjað hjá okkur í útlöndunum Einar Arnar;) Hlakka mikið til að fá að taka þátt í fyrstu utanlandsferðinni þinni.

kv. Hervör

mánudagur, 15 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

úff í pólitískum heimi tilgangslausra og leiðinlegra staðreynda eru þetta sannarlega gullmolar! takk takk!!!

mánudagur, 15 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ
her er ringning og gratt og kannski ekki mikil sumarstemmning en samt stemmning thvi thad er eurovison i kvold og eg er ad fara a e-n hryllilegan bara ad horfa a keppnina..
knus
hb

fimmtudagur, 18 maí, 2006  
Blogger Asdis said...

Góða ferð á morgun sætilíus, það verður fjör í sólinni, hér er bara rigning og rok. Hlakka óendanlega mikið til að knúsa þig í sumar.
Kveðja,
Ásdís

miðvikudagur, 24 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ansans ári,gleymdi ad segja góda ferd.timinn lidur hradar en eg held, klikka allataf a thvi.eg segi tha bara hafid thad gott i stadinn og goda ferd heim aftur..
hb

föstudagur, 26 maí, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home