21 mars 2006

Núna 15 vikna og 3ja daga



Einar Arnar í góðu tómi einn að strippast... allt til reiðu ef honum dettur í hug að spræna - enda eitt það skemmtilegasta sem hann gerir.


Hmmm... hver er að trufla mann?? - fær maður aldrei að vera í friði fyrir "papparössunum!"


"Ó, ert þetta þú! Mamma papparassi mætt á svæðið"

"Ok, ein pósa fyrir mannskapinn, Zoolander hvað (spyr ég bara)!"
"Hei, var ekki ein pósa nóg? Sko, nú verður maður brjálaður!"

Ahh... öll leiðindi farin út í vindinn - þarf ekki mikið til, bara hjálp við að snúa sér við.


Ein pósa að lokum... Einar Arnar er búinn að uppgötva höfuðið sitt og nýtur þess að halda um það - einhvern veginn bara miklu öruggara.

Einar Arnar er búinn að vera með kvef í nokkuð langan tíma að okkar mati núna og í gær bættist þessi ömurlega hálsbólga við og þess vegna er hann búinn að vera svolítið súr á svip undanfarna daga en það verður að segjast að hann tekur þessu kvefi eins og hetja - mamman bara eitthvað að stressa sig á þessu.

xx Einar Arnar og co.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

oh litla krútt, vonandi batnar þér fljótt. Rosa góðar paparazzi myndir!

þriðjudagur, 21 mars, 2006  
Blogger hs said...

sætastur!
vona að þér fari að batna.

knús og kossar frá köben
huldasifr

miðvikudagur, 22 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

æ litla rassgatið (fallega meint!!!) ...æ elskurnar mínar - ég vona innilega að ég hafi ekki smitað litla strípalinginn af minni andstyggilegu hálsbólgu!! - látið bara tékka á honum!

smitfríir kossar úr Koti

miðvikudagur, 22 mars, 2006  
Blogger Rúna said...

usss... held sko ekki að smitið hafi komið úr Keflavík. Ég og Sverrir erum sjálf búin að vera með kvef núna í mánuð tæpan svo þetta hlýtur að lagast með hækkandi sól. Annars fer ég að halda að hann sé með ofnæmi fyrir einhverju.

xx Rúna

fimmtudagur, 23 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

oó mer list ekkert a ofnmæi...vona ad thetta se bara pest.
en mer finnst otruelgt hvad hann er buinn ad breytast, ur einu bjutii i annad-amazing stuff!
sjaumst eftir viku!!!
hb

fimmtudagur, 23 mars, 2006  
Blogger Asdis said...

æi litla krúttið mitt, vonandi batnar þú fljótt af kvefinu þínu.
Batakveðjur frá Danmörku
Ásdís

fimmtudagur, 23 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann er agjört bjútí!! svo sætur, vonandi fer hann að losna við kvefið og hálsbólguna litli snúllinn!
Það er alltaf svo gaman að kíkja á síðuna og fylgjast með ykkur:)
þið eruð svo falleg fjölskylda

k.k Þórhildur frænka

þriðjudagur, 28 mars, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home