29 september 2005

Ný hugmynd

Nú eru komnar 30 vikur og 4 dagar. Þar sem ég er ekki að fara í eitt einasta próf en þarf þess í stað að skila ba-ritgerð, annarri jafnstórri ritgerð í öðru fagi og dagbók í þriðja faginu þá er lang best að barnið komi ekki fyrr en 18. desember - mikil fórn þarna hjá mér; líklegra að ég slitni, þarf að ganga með barnið í 42 vikur í stað 40 og þess háttar en þetta fyrirkomulag hentar best að öllu öðru leyti. Af hverju? jú, ég fæ 2 vikur í viðbót ef þess þarf með ritgerðarskil og papa Svejk getur farið í langflest prófin sín án þess að hugsa um nýfætt krílið! Hann fer í 3 próf og hann verður pottþétt búinn með 2 þeirra, ef ekki öll 3, þann 18. des.

Ohhh... ljúft að vera svona skipulögð - vonandi er "það" líka jafn skipulagt og verðandi foreldrar þess. Lagði þessa tillögu undir Sverri og honum leist mjög vel á hana.
Ég er því hætt við að ganga upp og niður Hallgrímskirkju og keyra yfir hraðahindranir þessar síðustu 2-3 vikur af meðgöngunni, en ég var búin að ákveða það svo að barnið kæmi á réttum tíma.

xx Rúna

27 september 2005

Vika 31


Vika 31 : 26. September 2005 til 2. October 2005

Komin 30 vikur og 2 daga á leið ... 68 dagar til stefnu ;o)

Augun eru nú alveg opin og barnið greinir ljós og myrkur, t.d. þegar sterkt ljós lýsir á kúluna.
Barnið getur blikkað eða lokað augunum. Heilastarfsemi barnsins er mjög virk. Barnið er yfirleitt sofandi þegar þú ert vakandi en vakandi þegar þú ert sofandi. Barnið vegur 1,7 kg og mælist 28 sm frá rófubeini að hvirfli í setstöðu.

Nú gæti komið í ljós slit á húðinni á maganum en það er ekkert víst. Nú stendur kúlan alltaf meira og meira út í loftið og þess vegna þarftu að gæta að jafnvægi.

Allt gott að frétta af mér, get reyndar varla andað en látum það liggja milli hluta. Orðin stressuð með skólann því leiðbeinandinn minn er búinn að tefja mig svo rosalega mikið með því að lesa ekki bækurnar sem ég ætla að skrifa um og vill ekki að ég byrji fyrr en hún er búin að lesa þær! Er endalaust að senda henni póst og kvabba á henni en hún alltaf jafn pollróleg. Fer í tíma til hennar á morgun og sjáum hvað setur þá.

Kriss; vonandi var afmælisdagurinn góður!



xx Rúna

26 september 2005

Kriss 24 ára!!

Afmæli, afmæli, afmæli! Annað afmæli í dag og það er engin önnur en Kristín. Fór í afbuðrar afmælisveislu til hennar síðasta laugardag og fengum hana meira að segja til að opna pakkana. Ég lét mig vitanlega hverfa í fyrra falli þar sem ég þurfti að vinna daginn eftir. Ég get ekki sagt annað en að ég held að hún hafi verið mjög ánægð með gjöfina sem við gáfum henni.

Til hamingju Kristín!


xxRúna

25 september 2005

Helga Guðrún 5 ára!!!

Litla snúllan hún Helga Guðrún á afmæli í dag ekki annað hægt en að skella einni mynd af afmælisbarninu með!






xx Rúna

21 september 2005

Veit ekki hvað skal segja



Fór í mæðraskoðun í gær og þar sem krílið er búið að skorða sig nokkuð vel þá vilja þær, ljósmóðirin og læknirinn, að ég hætti að vinna. Þannig er mál með vexti að í fyrradag hélt ég að barnið ætlaði að koma sér út, það sparkaði, að mér fannst, alveg við legopið. Vonandi gerist það ekki aftur. Það verður því að segjast að þetta kríli er vel skipulagt þar sem það er allt of snemmt í þessari skorðun, held ég, það stendur einhvers staðar að börn skorði sig í kringum 38. viku svo þetta er fullsnemmt hjá okkur.

Bíð spennt eftir komandi dögum:
miðvikudagur - mamma fær nýja bílinn sinn og Bolton tónleikar um kvöldið ;o)
fimmtudagur - jóga
föstudagur - matarboð hjá hervöru???
laugardagur - afmæli hjá Kristínu
sunnudagur - Helga Guðrún 5 ára
mánudagur - Kristín 24ra ára


Já, ekki hægt að segja annað en jibbí kóla!

...Þrátt fyrir að ég er farin að vakna á heldur ókristilegum tímum 5:30 - bölváður fréttablaðssnáðinn kemur upp úr 5 og hendir blaðinu inn Muggi til mikillar skelfingar því hann heldur alltaf að það sé stórskotalið að ráðast á okkur og lætur okkur Sverri vita samviskusamlega með góðu háværu gelti að einhver sé við hurðina. Svo sofna hann og Sverrir værum blundi en ég er ekki svo heppin. Nýti tímann yfirleitt til að lesa í einhverri skólabók og sofna svo aftur um 9 leytið og rís úr rekkju um 11 leytið. Leitt að þurfa að mæta í skólann því það raskar algjörlega þessu fína skipulagi mínu.

xx Rúna

18 september 2005

Bumbumyndir


14 vikur og 2 dagar
16 vikur og 2 dagar
21 vika og 5 dagar
23 vikur og 2 dagar

27 vikur


29 vikur og 2 dagar

29 vikur og 2 dagar31 vika og 4 dagar

31 vika og 4 dagar


33 vikur og 5 dagar

33 vikur og 5 dagar

30. vika

Vika 30 : 19. September 2005 til 25. September 2005
Barnið getur nú bæði fundið bragð og skynjað sársauka.
Það er 27 sm og vegur 1,5 kg.
Höfuðið er næstum 8 sm að þvermáli.
Fæturnir næstum 6 sm langir.
Hrukkótt húðin sléttast mikið.
Hjá drengjum eru eistun nú komin niður í nára.
Barnið stjórnar nú sjálft líkamshita sínum.

Uss... 30. vika komin. Fyrst fannst mér 20. vika vera eins og ég væri komin á leiðarenda en þá kemur í ljós að það er annað eins eftir af meðgöngunni. Þá horfði ég til 30. viku og fannst að þegar það er komið þá er ég búin að vera ansi lengi ólétt úfffff... ÞÁ hlýtur þetta að verða búið, nú er svo komið að 30. vika er að byrja og ég enn ólétt. Sem er gott, mér finnst þetta alls ekki leiðinlegt, hefur reyndar komið í nokkrum hrinum svona - ohh. væri til í að þetta væri búið - en það er alls ekki upp á teningnum núna. Það er eins og að kúlan jafni sig inn á milli, taki stökk og þá er ég alveg að brjálast af strekkingum og slíku en svo stendur þetta allt í stað - líkaminn virðist aðlaga sig að hverri breytingu sem ég hef gengið í gegnum, þ.m.t. þrengra fyrir öndun, mat og þess háttar.

Ég get ekki beðið eftir að ganga í gegnum þessa fæðingu, að geta komið heilu barni út úr sér ekki eitthvað sem maður vill miss af. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður en þetta verður örugglega saga til næsta bæjar -- að mínu mati allavega-- vó, fæ bara fiðring í magann við tilhugsunina. Jæja, já, best að fara á vit ævintýra Þórbergs og kolbíta miðaldasagnanna.

xx Rúna

14 september 2005

28 vikur og 2 dagar

Skólinn byrjaður á fullu og ég ekki byrjuð á ritgerðinni minni. Ég er þó södd og sæl eftir nýbakaða klatta og gott djúsglas. Ætla að lesa 3 bækur Iðunnar Steinsdóttur í dag ef ég næ og hanga heima - panta pizzu í kvöld og ekki vinna. Nú þarf ég ekki að vinna fyrr en næsta mánudag svo ég get ekki annað en prísað mig sæla með það. Við Muggur skelltum okkur í göngutúr áður en ég bjó til klattana svo góða veðrið nýttist vel.
Sverrir fór á Þjóðarbókhlöðuna svo ég er ein með sjálfri mér.. jú, og auðvitað Muggi og Skvísu. Vonandi eiga næstu dagar eftir að nýtast vel svo ég geti byrjað á þessari $&%%($ ritgerð!

Síðasta vika
Barnið getur verið byrjað að hiksta og gerir það oftast þegar þú ert að hvíla þig. Augun eru að byrja að opnast og barnið er nú þakið fósturfitu. Á næstu vikum mun barnið stækka meira og samsvara sér betur og betur. Barnið vegur nú um 1 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 25 sm.

Þessi vika, vika 29.
Barnið hefur nú bætt á sig og er að verða bústnara. Öndunaræfingarnar eru ennþá reglulegri og stöðugri með minni hvíldum inn á milli. Barnið vegur nú um 1.15 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 26 sm.

xx Rúna

12 september 2005

Þórbergur Þórðarson

Ég er í námskeiði sem kallast: Málstofa: Þórbergur Þórðarson og er það námskeið hreinasta snilld held ég barasta. Ég hef aldrei komist í gegnum bók eftir Þórberg þar sem hann er svo "assgoti" smámunasamur í lýsingum sínum. Það þýðir ekki að kvarta lengur yfir því, þar sem ég á að komast í gegnum nokkuð myndarlegan hluta bóka hans. Ég er til að mynda búin með hundrað blaðsíður af hundrað og sextíu í bókinni Steinarnir tala og enn er hann að lýsa innviðum húsanna sem voru á staðnum. Það er ekki þar með sagt að þetta séu leiðinlegar lýsingar heldur gæðir hann hlutina sem hann fjallar um hverju sinni svo áhugaverðu lífi að mér finnst nútímamenn vera skynlausar skepnur. Fyrr á tímum sagði fólkið í sveitinni að dýrin væru skynlausar skepnur og hengdu því ketti óspart í loftinu í fjósinu án þess að fá samviskubit en mér finnst menn nú til dags hálf skynlausar skepnur.
Fyrir þá sem vilja taka þátt í lestri bóka Þórbergs eða kynna sér hann nánar geta farið á heimasíðu um hann: www.thorbergur.is

xx Rúna

08 september 2005

Þeir sem viðkvæmir eru mega halda sig heima. Veit ekki alveg hvort ég skrifa fyrir mig eða aðra, reyni stundum að segja hlutina á fallegri hátt en þeir eru. Þá gengur maður bara fram af fólki. Veraldarvefurinn býður mann velkominn og auðvelt er að skrifa niður og senda á vefinn en hve langt á maður að ganga. Ég ætlaði mér að nótera niður atriði sem ég vil ekki gleyma á meðan ég geng með krílið en svo kemur að því að ef eitthvað hrjáir mann þá vill maður ekki opinbera það fyrir öllum. Já, komin með lausnina. Orða hlutina bara á eins ópersónulegan hátt og ég mögulega get. Lesi þeir sem lesa vilja.

Svefn: lítill sem enginn. Loks þegar ég sef heila nótt er ég vakin við það að tveir strákar eru á hjólabrettunum sínum í innkeyrslunni okkar. Ég vakna og hleypi Muggi út, lít eflaust ekki sérlega vel út - enda nývöknuð. Bið strákana að færa sig, kannski ekki að vera á hjólabrettunum sínum fyrir 9 á morgnana fyrir utan hjá mér. Er ég orðin að þessari leiðinlegu kerlingu sem þolir ekki neitt? Á ég kannski að vera vöknuð; byrjuð að læra; búin að setja í vélina og hengja upp. Kökurnar í ofninum og allt hreint heima hjá mér?

Andadráttur: Erfiður. Hlusta á sjálfa mig anda, hljómar eðlilega en það er eins og lungun séu fyrir. Anda djúpt til að ná inn sem mestu andrúmslofti svo ég þurfi ekki að anda oft.

Hjarta: Speeeeeedy Gonsales. Það er best að standa því annars þjappast allt sem er inn í mér utan um hjartað og það nær ekki að vinna vinnuna sína - vil sem sagt að það slái án þess að ég finni fyrir því. Ekki hægt að sofna á kvöldin nema eyða góðri stund í að ræða við það um að tjilla aðeins, rétt á meðan ég sofna.

Matur: mmmm... já, það er gott að borða ég neita því ekki en það kemur allt aftur upp í kok. Það er eins og ég troði mig fulla í hverri máltíð, sem ég náttúrulega geri alls ekki, hehehe. Hálftími líður og maturinn hefur ekki komist niður heldur stendur fastur í mér. Rop. Þarna kom maturinn með. Ömurlegt þetta bakflæði.

Til að líta á björtu hliðarnar segi ég þetta: Gott að ég er ekki svefnvana hjartasjúklingur með bakflæði sem er kominn með veik lungu eftir miklar reykingar í gegnum árin. Heyr heyr!

xx Rúna

04 september 2005

Komandi vika

Vika 28 : 5. September 2005 til 11. September 2005
Barnið hefur nú náð um það bil þriðja hluta af væntanlegri fæðingarþyngd.
Það vegur u.þ.b. 1150 gr og mælist 25 sm í sethæð.
Fætur mælast nú næstum 5,5 sm.
Hárin á höfðinu eru orðin hlutfallslega löng.
Barnatennurnar undir gómnum eru myndaðar.


Ekkert smá raunveruleg mynd af barni. Gaman að það er mynd af krúttlegu barni með kafloðnar augabrúnir.

Komin aftur í vinnuna og skólinn byrjar á morgun. Fegin að allt sé komið á fullt aftur - tíminn líður þá mun hraðar og þar að leiðandi styttist óðfluga í fæðinguna. Byrja í meðgöngujóga núna á þriðjudaginn 6. sept., það verður spennandi að sjá hvernig það er. Hugsa að ég verið pottþétt í því í 2 mánuði og sé svo til hvernig ég er. Hef aldrei farið í jóga áður svo ég fer ótroðnar slóðir þar.

Annars bara allt gott að frétta af mér og Sverri, fórum í afmæli til Hildar Rutar í gær, fengum þar dýrindis máltíð að hætti Hildar - ekki er maður svikinn af Hildi.

xx Rúna

01 september 2005

Að springAAAA!

Ohhhh, ég er eins og loftbelgur sem bíður þess að springa í tætlur, maginn á mér er orðinn svo útþaninn, eins og ég kýs að lýsa honum, að ég held það sé MJÖG stutt í að hann fari að slitna. Bessi Gautur segir að ég eigi eftir að springa bráðum, þegar barnið er orðið 13 ára og enn inni í maganum á mér - þá spring ég pottþétt!

Mér finnst nóg um að hafa krílið í 40 vikur inn í mér þar sem það nýtir mig til ómældra boxæfinga.

Ransý systir kemur heim í fyrramálið og við Erna bökuðum áðan köku í tilefni þess eftir að við snæddum dýrindis mat í boði Sverris.

xx Rúna