30 júlí 2005

Kirkjubæjaklaustur!

Komin heim eftir ansi skemmtilega daga úti á landi. Fórum á Jökulsárlón ásamt öllum túristum suð-austurlands, það verður að segjast að þetta er einn fallegasti staður landsins. Það þarf víst ekki mikið til... nokkrir ísklumpar, sumir hvítir aðrir með bláan lit í sér (sem er nb! tálsýn) restin er svo þakin sandi.
Hélt reyndar að ég væri meiri "camper" en ég er í raun. Fannst bara frekar gott að vera eina nótt og koma svo heim, ætluðum að vera tvær nætur, ákváðum klukkan 23:30 í gærkvöldi að pakka saman og bruna heim. Sverrir náttúrulega með mega ofnæmi en hann stóð sig eins og hetja, eyddi bara 6 pökkum af tissjúi en hvað er það þegar maður er í útilegu.

Já, þetta var fyrsta útilegan sem við "familían" fórum í, Skvísa var reyndar eftir heima, en einhver þarf að tækla innbrotsþjófana ef þeir koma. Muggur var vitanlega í himnaríki, úti allan daginn og allt morandi í hundum. Sverri sniðuga datt í hug að taka rúmið hans með og það var mega hómí að hafa hundarúmið í tjaldinu.

Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta frábær ferð, komum heim 2:30 í nótt, vöknuðum í hádeginu í dag og bökuðum Canadian pancakes "a la Sverrir"

xx Rúna

27 júlí 2005

Þessi er mega fyndinn! Passið að míga ekki í buxurnar.

Ágæta tæknideild.
Fyrir nokkrum árum fékk ég mér uppfærslu úr Boyfriend 5.0 í Husband 1.0.
Fljótlega á eftir tók ég eftir því að nýja forritið átti í örðugleikum með að aðlagast þeim forritum sem fyrir voru og takmarkaði til dæmis aðgang minn að blóma og skartgripaskránum sem hafði verið ekkert mál að opna með gamla forritinu Boyfriend 5.0. Ekki nóg með þetta heldur eyddi Husband 1.0 mörgum mikilvægum forritum eins og t.d. Hot-sex 1.0 og Romance 9.9 en setti inn önnur forrit sem ég kærði mig ekkert um, eins og NBA 3.0 og Formula 6.0. Forritið Conversation 8.0 virkar ekki lengur og ef ég ræsi upp HouseCleaning 2.6 hrynur kerfið. Ég hef prófað viðgerðarforritið Nagging 5.3 til að laga þetta en ekkert gengur. Hvað get ég gert ?
Kveðja Baby


Ágæta Baby
Hafa ber í huga að Boyfriend 5.0 er eingöngu skemmtiforrit meðan að Husband 1.0 er stýrikerfi. Prófaðu að slá inn skipunina "C:\ITHOUGHT YOU LOVED ME" og ræsa síðan upp viðgerðarforritið Tears 6.2. Stýrikerfið Husband 1.0 ætti að bregðast við með því að ræsa sjálkrafa upp Guilty 3.0 og Flowers 7.0. Passaðu þig á að ræsa ekki upp Beer 6.1 sem býr til "Snoring Loudly" hljóðskrár eða forritið MotherInLaw 1.0. Ekki reyna heldur að ræsa annað Boyfriend forrit. Þetta eru forrit sem stýrikerfið Husband 1.0! styður ekki og gætu valdið algjöru kerfishruni. Í stuttu máli er Husband 1.0 frábært forrit, en er með takmarkað minni og er ekki fljótt að læra að vinna með nýjum forritum. Þú gætir prófað að kaupa hjálparforrit til að bæta virkni Husband 1.0. Við hér á tæknideildinni mælum sérstaklega með HotFood 3.0, Lingerie 5.3 og Keep-a-nice-body 10.1
Kær kveðja
Tæknideildin

Útilega á dagskrá _ LOKSINS!

Kirkjubæjarklaustur here we come!


Við ætlum á Klaustur á morgun! Ég, Sverrir, Muggur og síðast en ekki síst súper-krílið. Hætti í vinnunni snemma og í fríi á föstudag... viti menn, ég átti bara inni sumarfrí og alles, tek einn dag á föstudag. Ætlum að keyra svo á Jökulsárlón og skoða ís, heheh hljómar asnalega þegar maður segir þetta einfalda orð ís. Jæja, komum heim á laugardaginn svo ég geti haldið rjóði í kynnum til vinnu.

Pylsupartý í garðinum hjá mér í kvöld... eftir að ég er búin að láta rífa augabrúnirnar af mér. Sverrir, duglegi, er að mála tröppurnar heima svo þeir sem láta sjá sig í pullu-parýinu mega fara varlega með að stíga í tröppurnar... verða kannski blautar eftir málninguna. Aldrei að vita.

xx Rúna

26 júlí 2005

Það var þá að maður ætlaði að vera lady for a day..

Jesús! Sit inni í 29 stiga hita, með hinn svo kallaða bakaraofn á fullu svo ég get sagt með fullri einlægni að ég er að drepast úr hita! Maður orðinn nett klístraður, augun þurr þar sem ég er með þrjár viftur á fullu í kringum mig, linsurnar nánast skorpnaðar af þurrki.

Krílið búið að vera í loftfimleikum í allan dag, ég reyndar búin að vera á fótum síða 6 í morgun. Klæddi mig í mitt fínasta tau, fór út að röllta með Mugg, allt í góðu með það. Hann er aldrei í bandi hjá mér heldur á að ganga í hæl, hann var svo mega spenntur að fara út í sólina og út á Valhúsahæð að hann hélst ekki alveg í hæl, ég tók í feldinn á honum og hann snýr hausnum að mér, strýkur bumbuna með þessum indælis munni sínum... nb. það var einnig heitt úti í morgun, jæja, hann er því með nokkuð mikið slef. Ég held náttúrulega að slefið þorni og ég verði aftur fín sem dama - neibbs, ég mæti í vinnuna og lít á útþandan belginn, hugsa með mér mmmm.... litla sæta krílið að sparka, sé ég þá ekki afganginn af Muggi út um allt á bolnum, upp á túttur og alles....

Eins og við vitum flest þá er dömuhliðin mín ekki mín sterkasta hlið, ma'r reynir svona stöku sinnum að vera fín og svona en þá kemur í ljós að "I'm not destined to be posh"

xx Rúna

25 júlí 2005

Laugardagur til sólar og sunnudagur til þoku

Helgin var mega fín, átti æðislegan laugardag, sólin steikti mann og annan... þar á meðal okkur stelpurnar! Kriss og Magga komu inn eftir góða útiveru fallega rauðar á ýmsum stöðum. Ég sem hélt að ég væri komin með krókudílahúð eftir Mexico var rauð og fín á nefi og kinnum. Átti yndislegt kaffiboð með Maxy, Ace og Kriss, að ógleymdum Muggi.

Komst að því þennan dag að besti kaupfélagi minn er Kriss rokk, eftir annasaman dag snæddum við saman soðnar pylsur með tívolítómatsósu og öðru meðlæti. Skelltum okkur í innflutningspartý til Ingu en mamma cool var þreytt eftir... hmmm, ekki neitt og ákvað að fara ekki í bæinn hélt heim á leið með Snoop eftir góðan bíltúr í Mosó þar sem við skutluðum Golla heim. NB! Golli sem hélt í rólegheitunum heim til sín sá einhvern gaur kíkja inn um eldhúsgluggann hjá familíunni og sá fékk að heyra skammirnar.

Sunnudagurinn var þokukenndari en laugardagurinn en rættist heldur betur úr honum, náði að koma skikk á íbúðina og endaði það reyndar með ömmustælum og mín varð að liggja fyrir eftir kvöldmat með bakverki. Golli og Sverrir elduðu frábæran mat, dekruðu við mig bak og fyrir, mmmm swííít.

xx Rúna

22 júlí 2005

Mamma sæta komin heim

Gjörið svo vel!
Eftir vel heppnað pizzukvöld með Papa Sveik and the Pussycats lá ég með mega magaverk. Eins og aðstandendur sáu gat ég ekki staðið upp og kvatt liðið, Sverrir náði í bumbukremið og meðan síðari hluti Aðþrengdra eiginkvenna var í loftinu, bar ég það á magann og viti menn, fékk svo sterkt spark frá krílinu og fóturinn/hendin/höfuðið kom nánast út úr maganum. Eftir nokkur "loftútköst" róaðist allt og við muggur hentum okkur í rúmið. Já, Papa Sveik stakk af með Jóni Gunnari og Bjössa á Prikið og Vegamót.

Var að tala við mömmu og hún, Erna, Friðþjófur og familía lentu rétt eftir miðnætti, vagninn sem hún keypti handa 26 sentimetrunum bíður okkar samansettur hjá E og F í kvöld... það vilja allir vera viðstaddir þegar við fáum að sjá vagninn.

Þeir sem vilja grilla á laugardagskvöldið láti mig vita, gætum grillað um 18 og farið svo í innflutningspartýið hennar Ingu Láru.

xx Rúna

21 júlí 2005

Ljósmóðurferð

Fórum til Ljósmóðurinnar okkar í gær. Ný kvennsa í þetta sinn, ekki þessi týpa sem leyfir manni að kvarta. Spurði hvort ég væri ekki bara hraust og áður en ég gat svarað sagði hún; "frábært, gott að heyra að þú ert heilsuhraust" ... gott í raun að hafa svona hörkukellu, kemur ekki annað til greina en að vera hraust, sem og ég er.
Sagði að hreyfingar barnsins gæfu best til kynna um að allt væri í lagi, þá fór maður strax að hugsa til baka hvort krílið væri up and going allan daginn en það er víst ekki málið. Það hvílir sig víst líka inn á milli.

Mamma búin að kaupa þennan glæsilega vagn í Baunalandi og Friðþjófur ofurmágur fann hann, tók það sérstaklega fram.

Héldum köku/ís og fantaveislu til heiðurs pabba í fyrradag. Fór reyndar ekki í heimsókn til hans en ætla að fara með eitthvað huggó til hans í dag eða á morgun.


Hmm... munið þið eftir kökunum sem maður kaupir í Hagkaupum, vanillukaka með bleiku glassúri. Virkar ekki neitt verulega spennandi en er síðan svona fanta góð. hmmm... já, hún kláraðist meira að segja, Tómas hámaði í sig af bestu list. Reyndar ekki svo mjög stór en gæðin felast ekki í því.

xx Rúna

19 júlí 2005

19. júlí Afmælisdagurinn hans pabba!

Í dag hefði pabbi minn orðið 71. árs gamall. Til hamingju með afmælið, pabbi minn. Mamma, Erna systir og familía eru í Köben í dag svo það verður því miður ekki nein veisla til heiðurs pabba. Ætla samt að fá mér uppáhaldskökuna hans í dag.


Í dag er ég komin 20 vikur og 2 daga á leið. Fer til ljósmóðurinnar á morgun í skoðun. Orðin frekar stór og vonast til að vera ekki komin með of mörg aukakíló. Var í góðum málum í 16 vikna skoðuninni en það er aldrei að vita hvað gerist á morgun.

xx Rúna