
Í dag á Aggi afi afmæli. Hér er hann að halda á mér á Bakkavörinni.
Til hamingju Aggi :o)
Í gær átti hún Magga mín afmæli. Þessi mynd er af fyrsta skiptinu sem hún hélt á Einari Arnari.

Lísa átti líka afmæli í gær. 25 ára mær. Átti því miður enga mynd af henni með Einar Arnari.
Einar Arnar að leika sér með spiladósafílinn sinn.
Í dag eru páskarnir og við Einar Arnar létum Sverri leita að páskaegginu sínu. Mjög skemmtileg iðja. Vorum í gær í páskamat hjá mömmu hans Sverris en förum í kvöld til mömmu minnar.
Tóta er búin að vera heima í nokkra daga og það var algjör endurnýjun, bökuðum kanadíska klatta og fengum okkur kaffi. Hittumst hér með nokkrum af stelpunum, borðuðum osta og þær kíktu í bæinn. Get ekki beðið eftir að hún komi aftur heim í sumar.
xx Einar Arnar og co.